Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 54
fréttir. En allt það moldviðri, sem ríkisútvarpið lætur frá
sér fara af erindum, sögubrotum, kvæðalestri og því líku,
er að jafnaði flutt af höfundunum sjálfum. Sá flutningur
er mjög misjafn og oft bágborinn. Vitanlega eru innan
um menn með liðugan talanda, sem hafa gott vald á tung-
unni og flytja erindi sitt viðstöðulaust. En stundum er því
ekki að heilsa. Það fer ekki alltaf saman, hæfileiki til þess
að semja mergjaðan og efnismikinn fyrirlestur, og að lesa
hann lýtalaust upp í útvarp. Það eru tvær óskyldar hliðar
á málinu.
Ýmsir menn, sem koma fram fyrir hljóðnemann, hafa
veikburða eða óviðkunnanlega útvarpsrödd. Sumir mega
heita illa læsir og eru jafnvel einstöku menntamenn í þeirra
flokki. Oft hefur heyrzt undan því kvartað, að skólarnir
skili frá sér lítt læsum nemendum. Ríkisútvarpið staðfestir
margsinnis, að þetta muni rétt vera. Útvarpið gerir skakkt
í því, að láta alla höfunda flytja erindi sín sjálfa. Eitt er
að meta efni þeirra gilt til flutnings almenningi. Annað er
að taka höfundinn gildan sem þul. Það bei við, að höfund-
ar lesi svo illa, að þeir fari alveg með efni, sem vel er þess
vert, að hlustað sé á með athygli. Þeir stauta þá í sífellu,
reka í vörðurnar, komast út í miðja setningu, cn byrja svo á
henni aftur, eða mismæla sig. og þar fram eftir götunum.
Aðrir eru alveg hljóðviltir á i- og e-hljóð eða u og ó.
Ræskingar, hóstakjöltur og snýtur þykja ekki tiltökumál
hér á landi, enda er íslendingum vorkunn meðan þeir
halda uppteknum hætti um neftóbaksbrúkun.
Það sýnist ekki mikið vit í því að láta Pétur og Pál ie.sa
afkáralega í útvarp, þegar vel fær þulur situr í næsta her-
bergi, sem mundi leysa þetta verk sómasamlega af hendi.
Og það er sárt fyrir höfundinn, að hlustendur loki útvarpi
sínu vegna aumlegs flutnings á vel boðlegu efni.
166
Ih'ilbrigt lif