Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 55
. Ýmsir menn eru blindir á þá miklu
Lusin.
heilsuverndarstarfsemi, sem haldið er uppi
hér á landi og ala sífellt á þeirri firru, að aðalstarf lækn-
anna sé að halda „meðalaþambi" að landsfólkinu. Vit-
anlega er þetta mesti misskilningur og kemur til af van-
þekkingu þeirra, sem um málið fjalla. —• Einn merkasti
þátturinn í heilsuverndinni er skylduskoðun allra skóla-
bai'na á ári hverju. Við þá víðtæku læknisskoðun fæst
glöggt yfirlit um heilsufar barnanna og nokkur vísbend-
ing um heimilin. Útkoman af skólaskoðuninni skal ekki
rakin hér nánar, en í þetta skipti aðeins bent á reynslu
héraðs- og skólalækna um lúsina, sem hefur orðið vart
á 13,6% allra barna í skólum landsins, skv. Heilbrigðis-
skýrslum 1940. Læknar hafa orðið varir við hana í 1747
börnum og koma þó ekki ölþkurl til grafar, því að.hús-
mæður reyna að þrífa kollana, þegar búizt er við skóla-
skoðun. Vitanlega eru fullorðnir menn á heimilum lús-
ugu barnanna líka með óværu í höfðinu eða á kroppnum,
svo að lúsugir landsmenn skipta þúsundum. Það eru beizk
ummæli landlæknis í síðustu Heilbrigðisskýrslum um þetta
mál og lýkur orðum hans á þessa leið: „Þjóð, sem er á því
menningarstigi, að hún urnber lús og kann ekki eða hirðir
ekki um að þrífa sig •— hvert heimili og að kalla hver
einstaklingur — hlýtur að verða lúsug og á skilið að vera
þaö.“
Landlæknir gefur í skyn, að heilbrigðisstjórninni hafi
borizt áskorun frá húsmæðrum landsins um aðstoð við
eyðing lúsa. ..Heilbr. Líf“ hefur líka leyft sér að stinga
upp á afskiptum hins opinbera af þessu máli. Því miður
tekur landlæknir lítt undir þá hugmynd vegna þess, að
lúsin verði ekki. unnin með neinni leiftursókn ofan að.
Ritstj. Heilbr. Lífs leyfir sér þó að halda fast við þá
hugmynd, að heilbrigðisstjórnin ætti að hlaupa undir
bagga í þessu vandamáli. Hið opinbera skattleggur svo
Heilbric/t Uf