Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 56
ríflega heimili landsins, að það er ekki nema sanngjarnt,
að þeim sé gerður greiði á móti. Og í demókratisku landi
sé ég ekkert óeðlilegt við, að ráðamenn þjóðarinnar lið-
sinni heimilunum í slíkum vanda.
Útrýming lúsa er ekki einfalt mál. Menn verða að at-
'huga, aö fáum konum er ofboðið meðj vinnu hér á landi
nema húsmæðrunum. Ekki hafa þær ákveðinn vinnu-
stundafjölda. Enginn greiðir þeim fyrir eftirvinnu, helgi-
dagavinnu eða þær stundir nætur, sem þær missa svefn
yfir börnum, eða við að þjóna heimilismönnum. Og' iiús-
mæð.ur eru vitanlega misjafnlega vel kunnandi um þrifnað
og þjónustubrögð. Vill því margt fara í ólestri, m. a. að
varna lús eða útrýma henni.
Það er sanngjarnt að veita húsmæðrum aðstoð kunn-
áttumanna við útrýming þessara sníkjudýra, því að þar
er ekki viö lambið að leika sér. Eins og Hannes Guð■
mundsson, læknir,tekur fram i grein um lúsina í í.—2.
hefti, 2. árg., þessa tímarits, er viðfkoman það hröð, að á
tæpri viku verpir lúsin um 50 eggjum (nitin) og eftir aðra
viku skríða ungar úr eggjunum. í hverju húsi þarf því
harðvítuga leiftursókn á hendur þessum óvin, þar sem
hann er fyrir, og nægir ekki að það sé gert á stöku heim-
ilum, því að þá vill ófögnuðurinn berast aftur, einkum í
böi-nin. Ég er þvi alveg sammála landlækni, þar sem hann
ber fram þá hugmynd, að vel væri, „ef hvert sveitartelag
hefði á að skipa ötulli og vel lærðri hjúkrunarkonu, er leið-
beindi um þrifnaðarhætti og aðra heilsuverndarstarfsemi á
heimilunum“. Þó að sveitarfélögin vildu taka þessari góðu
bendingu, þá eru hjúkrunarkonurnar ekki til. Til þess að
hvert hreppsfélag hefði slíka hjálp, þyrfti að stækka
Hjúkrunarkvennaskólann á Landspítalanum, byggja hús
yfir hann, og hlúa betur að nemunum en nú á sér stað,
enda benda nýleg ummæli landlæknis í Hjúkrunarkvenna-
blaðinu, að stækkun skólans sé aðkallandi.
168
Heilbrigt líf