Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 57
En svo er annað atriði, sem er athugandi við eyðingu
óværunnar. Það eru sem sé ekki margir áratugir síðan al-
menningur taldi lúsina vera eðlilegan förunaut, og jafnvel
merki um óhraustleika, ef lús þreifst ekki á manni, a. m.
k. „smátítlur eins og gengur“. Mér er nær að halda að enn
eimi eftir af þessari firru; a. m. k. getur héraðslæknir
eins myndarlegasta sveitahéraðsins þessa í síðustu Heil-
brigðisskýrslum með svohljóðandi orðum: „Illa gengur að
útrýma lúsinni. Þeir, sem eru orðnir henni vanir, eru
undarlega sinnulausir um að losna við hana, þó að meðul-
um og ráðleggingum sé troðið upp á þá“. Það er þetta
hugarfar almennings, sem þarf að breytast, og fæ ég ekki
betur séð en að heilbrigðásstjórn iandsins gerði gott verk,
ef hún með fræðslustarfsemi og öðrum ráðum kæmi al-
menningi í réttari skilning í þessu efni og létti undir með
húsmæðrum og héraðslæknunum í þessu erfiða þrifnað-
armáli.
Sendimenn Péturs mikla við hirðir ýmissa landa í Evrópu
voru prúð'búnir. Þeir höfðu meðal annars demanta í eyrna-
sneplunum — en lús í höfuðhári í samræmi við menning-
arástand Rússa á þeim tíma. Ætlar hin metnaðargjarna
íslenzka þjóð að skarta með fullvalda lýðveldistitli á
næstunni, en una því að börn hennar og heimili séu lúsug,
þúsundum saman?
íslendingar eru enn í varnarstöðu gagnvart lúsinni.
Veruleg gagnsókn er ekki hafin. Og óvíst hvenær það verð-
ur, ef heilbrigðisstjómin heldur að sér höndum.
í fyrri heimstyrjöldinni dóu rúmlega 2 miljónir manna
úr virus-taugaveiki (nefnd dílasótt eða útbrotatauga-
veiki). Veikin berst eingöngu manna á milli með fatalús.
Á stríðstímum má gera ráð fyrir, að þessi drepsótt kunni
að blossa upp, þar sem hún er landlæg, (Rússland, Balkan-
lönd.) Það gæti orðið alvörumál, ef sóttin bærist hingað
Heilbrigt líf
169