Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 58
með farmönnum, því að lúsug þjóð er í hættu, þegar sú
plága kemur upp.
Á síðari árum hefur aðsókn landsmanna
Hótelskóli. » ... ...
að greiöasoium og veitmga- og gistihusum
farið mjög vaxandi, og er vert að athuga, hvort vand-
virkni og fagþekking, viðkomandi viðurgerningi og aðbúð
gestanna, hefir farið fram að sama skapi.
Matarmenning íslenzku þjóðarinnar er frernur frum-
stæð, enda er úr fáum matarefnum að spila. Stjórnmála-
mennirnir vaka og yfir því, að útlend matvæli berist ekki
til landsins að heita má, önnur en korn — og mjölvara.
(Þó er flutt hingað smásíld frá Kaliforníu!) Kröfur til
gæða matarins eru vægar, og mesta furða hvað menn gera
sér að góðu, t. d. í hinum fjölmörgu, opinberu samsætum,
sem haldin eru. — Þá lágmarkskrofu mætti gera til veit-
ingastaða að matur og drykkur standisfc samanburð við
það, sem myndarlegar húsmæður ber á borð í heimahúsum
og telja gestum sínum samboðið. En þeim kröfum er
sjaldan fullnægt, þó að til séu nokkrar undantekningar. í
raun og veru ætti að gera meiri kröfur til veitingastað-
anna, vegna þess að starfið er atvinnugrein þeirra. Það
er sanngjarnt að ætlast til, að matsveinar, sem hafa elda-
mennsku að lífsstarfi, framleiði fullkomnari og marg-
breyttari matrétti en þeir, sem ólærðir eru í þeirri grein,
svo framarlega sem veitingamaðurinn leggur til það, sem
þarf.
Á liðnu sumri hefir fjöldi ma'nns ferðast um landið og
kunna menn því frá mörgu að segja um viðurgerning og
gistingar á ýmsum stöðum. Vitanlega geta veitingamenn
ekki gert svo öllum líki, því að meðal ferðafólks eru vand-
fýsnir menn, er hafa allt á hornum sér. Af viðtali við
ýmsa greinagóða og hófsama ferðamenn má þó álykta, að
gististöðum og hótelum sé víða mjög áfátt. Eitt er líka at-
170
Heilbrifít líf