Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 59
hugandi, að þar sem framleiddur var góður matur í
fyrra, má kannski búast við miklu lakari veitingum í ár.
Ollum ber þó saman um sífelld gæði og ágæta frammistöðu
eins hótels í höfuðstað Norðurlands.
Starfræksla hótelanna er sums staðar í molum að því
leyti, að matargerð kann að vera viðunandi, en gesta-
herbergin á sama stað í forsómun. Samval matrétta er
misjafnt. Ferðafólk, sem fór í fyrravetur í einum áfanga
ÍJ'á Akureyri í Borgarnes, hafði viðkomu á miðri leið,
á fyrirfram ákveðnum stað, til þess að farþegar í áætlun-
arbílnum gætu hvílzt og matast. En matréttirnir voru
fiskbollur og þunn saftsúpa. Það er ekki undirstöðumatur
á langri dagleið í vetrarkulda. Reyndar ekki víst, að hér
sé eingöngu kæruleysi um að kenna, en líka vankunnáttu
um matarval. Það vantar ekki, að mjög sé brýnt fyrir
landsmönnum að neyta garðmatar eftir föngum. En á
stóru hóteli í námunda við höfuðstaðinn sást ekki græn-
metisblað á borðum í sumar. Ekki íslenzkt smjör né rjómi.
Dvölin kostaði 28 krónur á dag fyrir manninn.
Víða er rúmum mjög áfátt. Þau eru oft of stutt og
óvíða boðleg að öðru leyti, ef miðað er við útlend hótelrúm.
Stór gistihús hafa ekki bað. Þá má nefna snyrtiklefa og
salerni, sem oft eru of fá og í íorsómun. Kaggasalerni of
sjaldan hreinsuð, en vatnssalerni stífluð. Lítið um hrein
handklæði og sápu. En, sem sagt, frá þessu eru heiðarlegar
undantekningar, bæði í sveitum og kaupstöðum.
Meðan peningaflóðið er í landinu, og hver maður ferð-
ast sem vettlingi veldur, þarf ekki að óttast, að aðsókn
dvíni að sumargistihúsum, þó að mörgum þeirra sé áfátt.
En þetta kann að breytast -— þegar skildingaráð verða
minni en nú er. Og ekki má íslendinga dreyma um, að
hingað komi straumur útlendra ferðamanna meðan meiri
hluti hótelanna er í núverandi ásigkomulagi. Og raunar
ekki heldur, fyrr en vegir eru orðnir sléttir og tálmunar-
Heilbriyt lif
m