Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 60
lausir, og boðleg náðhús á öllum viðkomustöðum. íslend-
ingar verða að súpa seyðið af menningarleysi sínu á þessu
sviði, því að koma útlendra ferðamanna gæti e. t. v. aflað
landsmönnum miljónatekna á ári hverju, eins og revndin
hefur orðdð í Noregi og Sviss. En enginn möguleiki er á,
að útlendar ferðaskrifstofur mæli með því við skiptavini
sína að ferðast um Island að neinu ráði eins og nú er í
pottinn búið á flestum gistihúsum.
Samkvæmt ársskýrslu frá Landslaget for reiselivet. i
Norge, komu rúmlega 164 þús. erlendir ferðamenn þangað
árið 1936. Tekjur þjóðarinnar af þeim voru 48 milj.
króna og nemur það talsvert meiru en heildartekjur af
útfluttri niðursuðuvöru eða trjávið sama ár frá Noregi.
Þetta er nefnt til þess að sýna, að það veltur eigi á litlu
um afkomu þjóðanna, að hótelmálum þeirra sé komið í við-
unandi horf, þó að sleppt sé þeim þægindum og ánægju,
sem æskilegt væri, að innlendir menn fengju notið á
ferðum sínum.
Hótelrekstur hér á landi þarf mikilla umbóta við,
hvort sem menn vilja miða við innlenda ferðamenn eða
útlenda. Hér á landi hefur ekki verið komið á fót sérstökum
skóla handa þeim, sem stunda forstöðu hótela eða veitinga-
staða. Það eru því ekki fagmenn, sem stjórna þeim stofn-
unum. Forstöðumaður stærsta hótels höfuðstaðarins er
glímumaður. En stærsta sumarhótel í sveit er rekið af
sveitabónda. Og hinir og aðrir snúa sér að hótelvinnu án
þess að hafa sérþekkingu á því sviði. Þegar bezt lætur,
hafa veitingamenn eða -konur, kunnáttu í matreiðslu og
er það til mikilla bóta. En matreiðsla er þó ekki nema einn
þáttur í rekstri gistihúsa.
Ritstj. dettur í hug, að íslendingar taki sér Norðmenn
til fyrirmyndar í þessu efni. Þeir hafa í mörg undanfarin
ár rekið Norsk Hotelfagskole, fyrst í Bergen, en síðan í
Osló. Skólinn er heimavistarskóli fyrir karla og konur,
172
Heilbrigt líf