Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 61
sem hafa gagnfræðamenntun eða sambærilega þekkingu.
Námstíminn frá 1. sept. til 1. maí næsta árs. Sumir nem-
endur eru stúdentar. Skilyrði fyrir inntöku í skólann er,
að nemandinn hafi unnið eitt ár áður sem veitingaþjónn
eða í eldhúsi.
Námsgreinar eru fyrirkomulag og rekstur hótela, mat-
arefni, eldhússtörf, réttaskrár og kostnaðaráætlun um
máltíðir, að dúka borð og framreiða mat, verzlunarreikn-
ingur og bókfærzla, tungumál o. fl. Nemendurnir fræðast
um slátrun og ýmislegt er kjöti við kemur; h'ka um ýmis-
legar vín- og öltegundir. Nákvæmiega er kennt allt um fyr-
irkomulag og hreinlæti í hctelherbergjum, snyrtiklefum,
baðherbergjum og salernum, um móttöku nýkominna gesta
o. s. frv. Próf eru haldin að námstímanum loknum.
Enginn fær lögilding norska verzlunarráðuneytisins til
hótelforstöðu nema hann hafi þessa skólamenntun eða
standist ,,Hotelfagpröve“, sem ráðuneytið lætur fram fara.
Hér á landi eru margir almennir skólar, en lítiði um
menntastofnanir fyrir sérstakar greinar atvinnulífsins.
Ritstj. hyggur það mjög tímabært, að þessu máli verði
veitt athygli hér á landi og hafinn verði undirbúningur að
því, að þeir sem stunda veitingar og hótelrekstur, eigi kost
á að menntast í þessari grein. Væntanlega mundi þurfa
að fá útlendan mann í upphafi til þess að veita slíkri
menntastofnun forstöðu.
Víðförull og greinagóður erlendur sendiherra, sem fór
hér um aðaileiðir landsins rétt fyrir stríð, lét uppi það álit,
að íslendingum mundi henta svipaðir gististaðir sem tíðk-
uðust í Sviss, og má það vel vera. Það er yfirleitt full-
komið tilefni þess. að ríkisstjórnin leiði ekki þennan at-
vinnurekstur hjá sér sem hingað til, en geri kröfur iil
þess, að þeir, sem hafa atvinnu af veitingum og hótel-
rekstri, afli sér menntunar í þessari atvinnugrein.
23. sept. ’U3.
Heilbrigt líf
173