Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 62
Dr. Halldór Hansen:
ÍÞRÓTTIR OG HEILSUVERND
Læknum er stundum legið á hálsi fyrir, að þeir hugsi
minna um að' kenna fólki að forðast sjúkdóma, en lækna
þá, sem sjúkir eru orðnir, að þeir vanræki heilsuverndina.
Þetta má, ef til vill, til sanns vegar færa, en þó að eins að
nokkru leyti, og, ef miðað er eingöngu við þá lækna, sem
mest mæðir á í daglega lífinu, í baráttunni við sjúkdóma
og kvilla fólksins. En þó má fullyrða, að vart fari nokkur
teljandi lækning svo fram, að ekki sé um leið lögð nokkur
rækt við heilsuvernd.
Hinu má ekki gleyma, að heilsufræðin (þ. e. fræðin um
heilsuvernd) er stór og mjög þýðingarmikill þáttur í
læknavísindunum. Sú grein læknisfræðinnar hefir fært
heiminum svo mörg heilræði heilsúnni til verndar, að varla
verður dregið í efa, að þa.ð er hún, ásamt bættum kjörum
almennings, sem á drýgstan þátt í því, hversu mannsæfin
(meðalæfin) hefir lengst á síðari áratugum. Þannig hefir
meðalæfi íslendinga sennilega allt að því tvöfaldast á
síðustu 100 árum, því að 1850—’60 var meðalæfi karla
aðeins 82 ár og kvenna tæp 38 ár, eða um 35 ár að meðal-
tali. Nú er meðalæfi karla 56 ár, og lík er reynslan í öðr-
um menningarlöndum. Menn athuga það að vonum ekki,
að öll aðalatriði heilsufræðinnar verða almennings eign
og koma til framkvæmda í daglegu lífi fólks að heita má
jafnóðum. Nægir í því sambandi að minna á atriði eins
og meðferð ungbarna, heilsufræðireglur á heimilum, í
174
lleilbpifft lif