Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 63
skólum. verksmiðjum, skipum o. s. frv.; hollan klæðnað
og húsakynni, að ógleymdu hollu fæði, sem hvert manns-
barn, að heita má, veit nú nokkur deili á. Eftir er þó að
minna á einhvern þýðingarmesta lið heilsufræðinnar, og
það eru sóttvarnir gegn næmum sjúkdómum, og þá ekki
einasta gegn farsóttum, heldur og hinum langvarandi og
landlægu sjúkdómum, eins og holdsveilci, sullaveiki, kvn-
sjúkdómum, berklaveiki o. fl.
Heilsufræðin er sannkallaður grundvöllur allrar heilsu-
verndar. Annar aðalþáttur heilsuverndarinnar er fólginn
í því, sem kalla mætti hollar lífsvmjur, enda þótt engin
glögg mörk séu þar á milli; en almennar heilsufræðiregl-
ur og hollar lífsvenjur verða að fylgjast að í líferni manna,
ef heilsunni á að verða vel borgið. Þannig er það t. d.
ekki einhlítt að neyta hollrar fæðu og fullnægja bætiefna-
þörf líkamans, ef ekki er jafnframt gætt hófs í mat og
drykk, miðað við neyzluþörfi'na, eða, ef heilsunni er spíllt
með óhóflegri nautn tóbaks, áfengis, eða annara nautna-
meðala.
Hófsemi í mat og drykk er því holl lífsvenja, en ofátið
skaðlegt. Og eins og hægt er að eta og drekka sér til óbóta,
eins geta menn unnið sér um megn, eða á hinn bóginn reynt
of lítið á kraftana með inniverum og kyrrsetum; menn
geta sofið of mikið, sofið of lítið, lifað yfirhöfuð of óreglu-
bundnu lífi, já, meira að segja of reglubundnu lífi, en
allt þetta er þó aðeins, er til lengdar lætur, því að öfgar í
bili virðast hins vegar aðeins skerpa getu líkamans.
Ég kem þá að aðalviðfangsefni þessa erindis, sem sé
gildi íþrótta fyrir heilsuna, þ. e., hvort iðkun þeirra sé
holl og æskileg lífsvenja, almennt álitið. En, áður en unnt
er að svara þeirri spurningu, verður að gera sér ofur-
litla grein fyrir aðaláhrifum íþróttanna á líkamann, enda
þótt það sé ekki til neinnár hlítar í stuttu máli.
Heilbric/t líf
175