Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 65
íþróttamaður, en hinn kyrrsetumaður, er engrar þjálfunar
hefði notið.
Sá fyrri er ekki einasta vöðvameiri og allur kröftugri
í sjón, einkum nakinn, heldur myndi munurinn koma enn
gleggra í ljós, ef þessir menn væru látnir þreyta einhverja
aflraun, og þó sér í lagi einhverja þolraun. Svo miklu
mundi muna á getunni og úthaldinu. Þjálfaði rnaðurinn
afkastar miklu meiru í hlutfalli við stærð og þyngd.
En nú má spyrja, felst þá nokkur heilsuvernd í þessari
þroskun mannlegs líkama, er sterki eða þjálfaði maðurmn
raunverulega nokkuð heilsubetri eða lífseigari en am-
lóðinn ?
Við slíkan samanburð kemur vissulega fleira til greina
en þroskun líkamans; í fyrsta lagi ýmsir meðfæddir eða
erfðabundnir eiginleikar og í öðru lagi lífernið, þ. e.,
hvernig heilsunnar hefir veriið gætt að öðru leyti. En að
því jöfnu er óhætt að fullyrða, að þjáifaði maðurinn stend-
ur betur að vígi gagnvart flestum, ef ekki öllum sjúkdóm-
um, og skal nú nefna nokkur dæmi þessu til skýringar.
Eins og þjálfaði maðurinn bar af, þegar um þolraun
var að ræða, eins hlýtur hann að standa betur að vígi í
þeim sjúkdómum, er reyna mjög á þol líkamans alís, og
þá einkum á þol hjartans.
Sjúkdómur eins og lungnabólga er gott dæmi þessa.
Hjarta þjálfaða mannsins er þolnara, en það vill bila í
lungnabólgunni. Hann er vanari að beita hjálparvöðvum
við öndunina, sem kyrsetumaðurinn ciotar aidrei, og auk
þess hefir h'ann stærri lungu og því meira andrými í
heilbrigða hluta lungnanna.
Þá má minna á offituna, hún er skaðleg heilsu manna,
um það bera hinar geysistóru skýrslur líftryggingafélag-
anna bezt vitni. Mjög feitt fólk þolir t. d. að jafnaði verr
mikla uppskurði en grannholda fólk, því hættir frekar
við að fá of háan blóðþrýsting, gallsteina, hjartabilun o. fl.
177
Heilbriut líf