Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 66
Ekkert hollara ráð er til við offitu en líkamleg áreynsla
og nægileg hreyfing úti við, samfara hófsemi í mat og
drykk eftir læknisráði, enda eru verkamenn og íþrótta-
menn venjulega grannholda eða í meðalholdum.
Þótt ekki sé unnt að fullyrða, að þjálfaðí maðurinn sé
ónæmari fyrir smitandi sjúkdómum en almennt gerist, þá
er hitt þó víst, að hann stendur að öðru jöfnu betur að
vígi í viðureigninni við þá, enda þótt einnig þar komi fleira
til greina. En, séu böð iðkuð samtímis, eins og tíðast e%r
um íþróttir, stælist líkaminn mjög gegn kvefi og öðrum
of kælingars j úkdómum.
Þá má minna á það, að þjálfaði maðurinn er færari um
að bjarga sér, er hann ratar í einhverjar líkamlegar raun-
ir, t. d. frá því að verða úti, eða drukkna (sé hann syndur
og það eru flestir íþróttamenn), og sé á hann ráðist. Hon-
um er síður hætt við slysabyltum og slysum yfirleitt,
öðrum en þeim, sem íþróttirnar sjálfar geta haft í för
með sér.
Enn eru þó ótalin hin hollu áhrif, sem íþróttirnar hafa
á sálarlíf manna. Þær veita andlega hvíld og lífsgleði, sem
forðað geta mörgum manni frá taugaveiklun, og jafnvel
frá ennþá alvarlegri andlegum áföllum.
Þetta, sem nú hefir verið drepið á, eru hin beinu ahrif
íþróttanna til heilsubótar. En hin óbeinu áhrif þeirra
eru ekki síður mikilvæg.
Þær stuðla mjög að heilbrigðu iíferni, einnig á öðrum
sviðum. Má segja, að hófsemi og reglusemi í hvívetna
sigii í kjölfar þeirr*; og þar eð margar íþróttir eru bæði
tímafrekar og í eðli sínu hin bezta skemmtun, verða þær
þess valdandi, að tómstundum er síður varið til óhollara
skemmtanalífs. En það verður þungt á metaskálunum með
tilliti til heilsuverndar.
Það er eflaust fleira, sem telja mætti íþróttunum til
gildis í þessa átt, en þetta ætti að nægja, því til sönnunar,
178
líeilbrigl lif