Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 67
að áhrif þeirra, bein og óbein. geta verið sál og líkama
dýrmæt heilsulind.
Já, geta verið, ég vil undirstrika þau orð, því að í-
þróttirnar, eins og flest önnur gæði og verðmæti þessa lífs,
geta verið mjög tvíeggjað sverð. Það hefir þótt nauðsyn
á því að semja heilsufræði fyrir íþróttamenn, og er þess
sízt vanþörf. I. S. í. hefir látið þýða eina slíka heilsufræði
á íslenzku, og má vísa til hennar hvað þetta snertir. En
í fáum orðum sagt: íþróttir geta verið heilsuspillandi og
meira að segja. stórhættulegar heilsu manna, ef þær eru
ekki iðkaðar skynsamlega (þ. e. eftir öllum heilsufræði-
reglum), við hvers manns hæfi, eða a. m. k. við hæfi hvers
aldursskeiðs fyrir sig.
Sé aftur á móti þessa vel gætt, eiga þær erindí til allra,
eldri og yngri, hraustra jafnt og veiklaðra, kvenna sem
karla, já, meira að segja, í mörgurn tilfellum, einnig til
sjúkra manna, og skal nú reynt að sýna fram á þetta
nokkru nánar.
Mörg áreynsluvinna er íþrótta ígildi, hvað viðvíkur
þroskun líkamans. En oft er vinnan' svo einhæf, að
hún þroskar að eins nokkurn hluta likamans. Líkaminn
verður því misþroska. Svo er líkamleg vinna oft unnin
við slæm skilyrði frá heilsufræðilegu sjónarmiði, t. d. í
ryki eða slæmu lofti, í of miklum hita eða kulda. Stundum
verður líka að framkvæma hana í þeim stellingum, að
afleiðingin getur orðið varanleg líkamsskekkja. Auk þess
hættir verkamönnum við að verða stirðir og seinir í hreyf-
ingum, en það eykur aftur slysahættuna. Og fleira mætti
nefna.
Það er því auðskilið mál, að rétt valdar íþróttir eiga
vissulega erindi til fólks, er stundar líkamlega vinnu.
Fari menn á mis við hreyfingu eða útivist við atvinnu
sína — en svo er um marga —- er brýn nauðsyn á því að
iðka íþróttir í einhverri mynd. Sem betur fer, er nú öldin
Heilbrigt líf — lá
179