Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 68
sú, að þetta g'jörir fjöldi fólks, og' ber.hin mikla og hrað-
vaxandi meðlimatala í. S. I. því glögg vitni. Eru nú 30
félög meö um 18 þúsund meðlimum innan vébanda þess.
Það er fyrst og fremst yngra fólkið, sem hlýðir boði nátt-
úrunnar og hreyfir sig eða neytir kraftanna við íþrótta-
iðkanir, eða, ef ekki á annan hátt, þá að minnsta kosti
í danssalnum.
Það er því sérstök ástæða til að beina orðum sínum til
þeirra, er famir eru að eldast. Þar stöndum vér, að ég
hygg, talsvert að baki öðrum þjóðum, einkum þeim ensku-
mælandi, Engum er þó nauðsynlegra að stunda einhverja
íþrótt en fullorðna fólkinu. Þá fer líkaminn að stirðna,
hjarta- og vöðvakrafturinn að þverra, meltingartregða,
offita og aðrar efnaskiptatruflanir að sækja á suma, en
andleg þreyta og áhyggjur á aðra.
Heppilega valdar íþróttir eru vafalaust fcczta ráðið
við öllu þessu, auk þess sem þær halda líkama og sál
yngri, bæði í sjón og reynd. En sá er gallinn á, að fullorðna
fólkið hættir flest að iðka íþróttir, enda þótt það hafi
stundað þær vel' í æsku, hvað þá um hina, sem aldrei
hafa sinnt þeim.
En hafi íþróttir gildi sem heilsuvernd yfirleitt, ætti það
að vera auðsætt mál, að ekki nægir að stunda þær aðeins
á meðan menn eru á léttasta skeiði lífsins. Það er álíka
fráleitt eins og t. d. það, að fólk hætti að leitast við að
neyta hollrar fæðu, er það færi að eldast.
Eg minntist á, að íþróttirnar gætu einnig átt erindi til
sjúkra manna og veiklaðra. Tökum t. d. hjartabilun á
vissu stigi. Hæg fjallganga eða önnur hliðstæö áreynsla,
sem auðvelt er að skammta við hæfi sjúklingsins, reynist
oft mjög góð lækning, ef rétt er á haldið.
Vafalaust gætu einnig vægar útiíþróttir flýtt bata
heilsuhælissjúklinga, aðrar en gangan, þótt góð sé. Myndu
þær einkum geta haft heppileg áhrif á sálarlíf þessara
180
Ileiibriffl lif