Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 70
og líkamlegrar vinnu, en það er einmitt eitt aðalmark-
mið íþróttaiðkana.
Reynt hefir verið að svara þeirri spurningu, hvort unnt
sé að nota íþróttir í þágu heilsuverndar, og er niðurstaðan
að vísu skilyrðisbundin, — en þó eindregið jákvæð.
Útvarpserindi 8/3 ’43.
Undir borðum
I>að er nærgætni við húsinóðurina, að heiinilismenn séu stund-
vísir á matmálum. Sá, sem kemur of seint, getur elcki ætlazt li!
að fá heitan og óspilltan mat. Óstundvísi er ávani. Þeir, sem
eru í eilífu óðagoti, þykjast sífellt eiga annríkt og afsaka sig
með því, afkasta ekki ineiru en fólk flest, er hefir betra iag á
að nota tímann og' liaga vinnubrögðum sínum. Talið ekki um
stjórnmál undir horðum og leiöið lijá yður annað, sem kann að
valda ergelsi eða ófriði! Foreldrar skyldu ekki nota matmál til
þess að vekja upp deilumál við börn sín um það, sem kann að
bera á miili í hverri fjölskyldu. Borðhaldið á að vera friðlielg
stund, sem sameinar heimilismenn, gleður þá og liressir. Ófríður
spillir matarlyst og meltingíi. Það er sannleikur í ameríská spak-
mælinu: Temper al table takes terrible toll!
Þegar gefið er með brjóstamjólk
Þaði er ckki óalgengt, að barn, sem er á brjósti, íái jafufiamt
pela eða mat úr skeið, vegna þess að móðurmjólkin er talin
ónóg. En þá skyldi móðirin ætíð gæta þess á matmálum, að
tegpja barnib fgrst ú brjástiS, en gefa pela eða mat á eftir. Þegar
þannig er að farið, tekur barnið geirvörtuna með áfergju, sýgur
móðurina meðan iystin og matarþörfin er mest og tæmir lirjóstið
betur en ella, enda ber að stefna að því, að barnið seðjist sem
mest af móðurmjólkinni, en Jrað, sem gelið er með, mæti frekar
afgangi. Auk þess verður mjólkin ríkulegri, þegar brjóstið er
sogið vel og tæmt á matmálum, en ekki skilið eftir í því. Mjólk-
urkirtlarnir örvast hezt, þegar barnið torgar því, sem í brjóst-
inu er.
182
iíeilbriqt lif