Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 71
Dr. med. Karl Kroner:
LÆKNISHJÁLP Á VlGSTÖÐVUNUM
Frásögn sú, sem hér fer á eftir, byggist aðallega á
J'eynslu höf. sem herlæknir í fyrri ‘heimsstýrjöldinni. Að
vísu hafa síðan komið fram nokkrar nýjungar í hernaði,
en þó var flest það, sem nú dregur að sér mesta athygli,
t. d. flughernaður, þá kominn til sögunnar; en framþróun-
in hefur orðið meiri en nokkur gerði sér þá í hugarlund
Hernaður í fyrri heimsstyrjöldinni var gerólíkur því,
sern áður hafði þekkzt. Hins vegar svipar núverandi styrj-
öld í flestum greinum heimsstyrjaldarinnar 1914—1918.
Skal nú gerð nokkuð nánari grein fyrir þessum atriðum.
Síðasti ófriður Frakka og Þjóðverja fyrir heimsstyrj-
öldina, var stríðið 1870—71, en ítalir áttu í ófriði fjór-
um árum áður. Bretar háðu Krímstríðið um miðja 19.
öldina, svo að langt var liðið frá ófriði, þegar styrjöldin
mikla hófst 1914. Rússar börðust að visu við Tyrki 1877
til 1878, en við Japani 1905, og var það í l'yrsta skipti,
sem herir grófu sig niður og háðu kyrrstöðuhernað í
skotgröfum.
Stórveldi Evrópu ráku nýlenduhernað. Bandaríkjamenn
áttu í borgarastríði upp úr miðri 19. öldinni, og til nokk-
urs ófriðar kom eftir síðustu aldamót milli Balkanríkja.
En allt voru þetta smámunir í sambandi við ósköpin, sem
dundu yfir í heimsstyrjöldinni fyrri.
Þá tók allur hernaður á sig nýja mynd, er gerði þaði
að verkum, að herlæknar og hjálparlið þeirra varð að taka
allt öðrum tökum á starfi sínu en áður hafði þekkzt.
Mannfjöldinn var margfaldur á við herlið fyrri styrjalda.
Stórveldin tefldu fram miljónum hermanna.
Heilbrigt líf
183