Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 72
Skotvopn fótgöngu- og stórskotaliðs voru miklu full-
komnari, því að byssurnar voru langdrægari og miðunar-
tækin betri. Auk þess var miklu meira sprengimagn
í fallbyssuskotinu. 1 fyrri styrjöldum voru læknar og
hjúkrunarmenn óhultir nokkur hundruð metra frá víg-
línunni, höfðu þar næði og ráðrúm til þess að hlynna að
særðum mönnum, og sjá um brottflutning þeirra. Þegar
kvölda tók, var í þann tíð venjulega hætt að berjast, og
að jafnaði var talsvert hlé milli bardaganna.
En í heimsstyrjöldinni fyrri vék þessu allt öðru vísi við.
Þá var oft barizt látlaust og heiftarlega um langan tíma.
Og eftir að skotgrafahernaðurinn kom til sögunnar, varð
ekkert lát á viðureigninni, og því ekki hiaupið að því að
koma særðum mönnum undan né sinna um þá. Þar við
bahtist svo, að lengra bil var á milli herjanna en áður hafði
tíðkazt, nema þegar barist var úr skotgröfum. Og það
var sannkallað hættusvæði.
Herlæknarnir á vígvöllunum voru milli tveggja elda.
Þeir leituðust við að'halda sig svo nálægt víglínunni, að
unnt væri að veita sem skjótasta hjálp. Hins vegar mátti
ekki hætta sér það framarlega, að læknirinn stofnaði hjúkr-
unarliði sínu eða þeim, sem særðust, í hættu. Nú var engin
leið að styðjast við fyrri reynslu í þessu efni. Varð því
hver læknir að fara eftir sínu hyggjuviti.
í upphafi fyrri heimsstyrjaldar var læknaskipun í þýzka
hernum sem hér segir, og fyrirkomulagið mjög svipað
hjá öðrum þjóðum:
Hverri herdeild (Regiment), þ. e. a. s. 3000 mönnum,
voru ætlaðir 6 læknar. En sú dýrð stóð ekki lengi, því
að læknar særðust ,og féllu, og týndu því tölunni. En úr
því reyndist erfitt að bæta. Alls rnunu hafa fallið um
1000 þýzkir læknar í þessari miklu styrjöld, en 2500 urðu
sárir. Þegar stríðið hófst, nam þýzki herinn 2 miljónum
manna og- 16000 lækna. En um ófriðarlok, árið 1918,
184
Heilbrigl líf