Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 73
vav tala herliðsins komin upp í 5 miljónir, en læknar
aðeins 11500.
Vitanlega var ekki nándar nærri svo mikill fjöldi við
víglínuna. 1 hverri hersveit (Bataillon) — 1000 manns —
voru 20 hjúkrunarmenn, sem voru þjálfaðir í hjálp í við-
lögum og bráðabirgða-aðhlynningu óvígra, og var þeim
skipt niður á einstaka herflokka (Kompagnie). Hjúkrunar-
mennirnir voru sífellt á verði og viðbúnir, ef með þyrfti.
Stundum kvað ekki meira að sárum hermannsins en, að
hann bjargaðist á eigin spýtur, og þá vitanlega með hjálp
félaga sinna. Allir liðsmenn höfðu á sér tvo böggla með
sáraumbúðum, og voru þeir saumaðir í yfirhöfnina. Hjúkr-
unarmenn höfðu með sér töskur, og í þeim ýmiss konar
gögn til þess að gera að sárum til bráðabirgða.
Hver læknir réð fyrir einum vagni og var hann búinn
ýmislegum læknisáhöldum til skurðaðgerða, spelkum, iyfj-
um og sjúkrabörum. Það var hlutverk læknisins að koma
sér þannig upp aðgerðastöð til bráðabirgða og hjáipa þar
sárum mönnum, þangað til hægt var að koma þeim af
sér til aðalstöðvar. En ein slík meiri háttar aðgerðarstöð
var tilbúin fyrir hvert herfylki (Division), 12—-15 þús.
manns.
Hún var þannig úr garði gerð, að þar mátti framkvæma
meiri háttar handlæknisaðgerðir, enda vann þar skurð-
læknir, einn eða fleiri, með aðstoð annarra lækna og hjúkr-
unarliðs. Þar voru vel útbúin sjúkrarúm og tjöld yfir
sjúklingana. Þegar rneira þótti með þurfa, voru þe'ir særðu
fluttir í sjúkraskýli, er komið var fyrir í tjöldum eða
byggingum, sem til þess voru hentugar, t. d. í skólahúsum.
Þarna var særði hermaðurinn þá loks kominn í reglulegt
sjúkrahús. Var að jafnaði svo til ætlazt, að hverju her-
fylki fylgdu 4 slíkir spítalar og rúm handa 200 sjúklingum
í hverjum. Öll var þessi starfsemi á ferð og flugi, þegar svo
bar undir. Læknar og lið þeirra varð að vera við því búið
Heilbrif/l lif
185