Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 75
riddaraliðið sé úr sögunni eftir að flugliðið kom til skjal-
anna. En stórskotaliðið liggur í leyni. Þá er búningur íót-
gönguliðsins sízt áberandi, venjulega grár eða móleitur
fatnaður. sem erfitt er að festa auga á. en auk þess reynir
fótgönguliðið að leita sér að vari. Það er því vandkvæðum
bundið að leita uppi særða menn, er liggja einir sér, enda
leitast þeir oft við að forða sér úr dauðafæri með því að
skríða ofan í lautir, sprengjugígi eða inn í runna. Og svo
bætist ofan á allt saman, að svo má heita að björgunar-
starf komi ekki til greina nema í ljósaskiptunum eða í
dögun; stundum er þó reynt að leita í náttmyrkri.. Og
svo veldur það erfiðleikum, að hinn særði má ekki iáta
bera nema sem allra minnst á sér til þess að vekja ekki
á sér eftirtekt andstæðinganna.
Svo má heita. að loku sé fyrir það skotið að bera 'særð-
an mann á börum á bersvæði, þó að ekki sé nema um lít-
inn spöl að fara. í samþykkt þeirri, sem kennd er við
Genf, er særðum mönnum, læknum og hjúkrunarliði heit-
in fuilkomin vernd meðan vopnaviðskipti eiga sér stað.
Samþykktin er nú ekki annað en dauður bókstafur. Hern-
aðaraðiljum gengur þó ekki illt til með þessu. En þannig
liggur í málinu. að langt til að sjá verður sjúkraflutningur
einatt ekki greindur frá hernaðaraðgerðum. Skothríð er.
því hafin. En sívakandi auga er haft á öllu kviku á svæð-
ina milli víglínanna, m. a. úr njósnarflugvélum eða loft-
belgjum, sem t.jóðraðir eru við jörðu.
Þessu víkur allt öðru vísi við, þar sem hernaðaraðiljar
hafa nokkra yfirsókn og leikurinn berst úr einum stað
í annan. Þá er þeim særðu betur borgið. Sá, sem rekur
undanhaldið, lætur hirða þá, er liggja særðir á vígvell-
inum. Eru þeir vitanlega úr beggja liði, því að þeir, sem
hörfa, komast ekki yfir að hafa brott með sér alla af
sínum óvígu mönnum. En það fellur þá í hlut þess aðilans,
Heilbrigt líf
187