Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 76
sem er yfirsterkari að líkna særðum úr beggja liði, og
mun það sjalclan bregðast.
1 skotgrafahernaði er málinu þannig varið, að bil milli
skotg'rafa andstæðinganna er að jafnaði 100—200 metrar,
og stundum minna. Þar eru einlægir sprengjugígir og
gaddavírsflækjur. Þar, sem mest var barizt, voru fremstu
grafirnar að heita mátti sundurtættar af sprengikúlum,
og hálffullar af leðju og fúlum vatnspollum. Það var
slæm vistarvera fyrir hermennina. Ekki kom til nokkurra
mála að bjarga særðu.m mönnum að degi til á þessum slóð-
um, og mjög áhættusamt að leggja út í slíka tilraun á
næturþeli. Mátti því heita vonlaust um þá, sem eftir
urðu úr njósnarflokkum, eða þegar útrás var gerð, og
verður þjáningum þeirra ekki með orðum lýst, enda lágu
þeir á sjálfu skothríðarsvæðinu. Ég man þó eftir, að
menn náðust lifandi, þó að þeir hefðu legið allt að því
viku tíma í þessum ægilegu hörmungum í sjálfri eldrauii-
inni. Það voru miklir fullhugar, sem lögðu út í að bjarga,
þegar svona stóð á, og margur maðurinn lét lífið; fyrir
félaga sína við þær tilraunir.
Nú er ekki svo að skiíja, að þessir sárþjáðu menn hefðu
himin höndum tekið, þó að þeim væri komið til sinna
manna. Aðkoman var á stundum allt annað en nötaleg.
Að vísu var aðgerðarstöð skammt frá fremstu skotgröf-
unum og sjúklingarnir voru þá hresstir á hjartastyrkjandi
meðulum, gefið inn morfín og sprautaðir til varnar gegn
stjarfa (tetanus). Líka voru stilltar blæðingar og dyttað
til bráðabirgða að beinbrotum. En ekki kom til mála
að gera þarna nema einföldustu læknisaðgerðir, vegna
þrehgsla, myrkurs og vöntunar á aðstoð. Það var jafnvel
vandkvæðum bundið að flytja særða menn þrautalaust
um skotgrafirnar, því að venjulegum sjúkrabörum varð
ekki komið við, en reynt var að bera menn í dúkum eða
með öðru móti. Og þegar svo hittist á, að hópur óvígra
188
Heilbrigl hf