Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 77
manna saínaðist fyrir í skotgröfunum, varð af því mesta
öngþveiti, þangað til tókst að koma þeim af sér til næstu
aðgerðastöðva.
Að þessu leyti vorn særðir menn miklu verr farnir en í
fyrri styrjöldum. En að öðru leyti voru horfurnar miklu
betri fyrir þá, sem voru hættulega sárir. Áður fyrr áttu
menn sér lítils bata von, þegar læknarnir þurftu að taka af
lim. En. þegar fyrri heimsstyrjöldin skall yfir, hafði öll
sárameðferð tekið stórlegum framförum, og aðgerðir hand-
læknanna tókust oft vel, þó að miklar væru og vandasamar,
Og oft heppnaðist að að koma því til vegar, að stórsærðir
menn yrðu vinnufærir eftir meiri háttar skurði á útlimum,
— menn, sem áður fyrr hefðu orðið örkumla ævilangt.
Hér er drepið á mikilsvert atriði. því að í heimsstyrjöld-
inni stórsærðust margfalt fleiri en í nokkurri annarri
styrjöld. Ástæðan var m. a. sú, að í hernaði fyrri tíma hlutu
flestir áverka af riffilskotum eða lagvopnum og byssu-
stingjum. Menn særðust að vísu stundum illa af bitv-opn-
um; en kúluskotin voru oft tiltölulega meinlaus, nema
þegar svo illa tókst til, að þau lentu í viðkvæmum líffærum
sem heila eða hjárta. Og frekar var það sjaldgæft, að
hættulegar ígerðir kæmu upp úr skotsárum.
En í heimsstyröldinni vék þessu öðruvísi vio, vegna hinna
ógurlegu aðgerða stórskotaliðsins, og má sem dæmi nefna,
að hraðinn á sprengikúlnabrotum er í upphafi 2000 metrar
á sekúndu. En hraðinn á riffilskoti nemur aðeins 5—800
metrurn. Má því gera sér í hugarlund, að kraftur sprengju-
brotanna er geysilegur, enda getur flís, sem ekki vegur
meir en þriðjung úr grammi, sundrað lærlegg á manni.
Þess ber að gæta. að sprengjubrotin eru mjög hvöss og
hrjúf, og tæta því holdið sundur. Líka er í þeim sýkla-
menguð mold eða leir. sem berst með brotinu inn í holdið,
ásamt tætlum úr fatnaði. Af þessu geta menn ráðið,
að sprengikúlurnar valda smitun í skotsárum, og er
Heilbrigt líf
189