Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 78
hún oft miklu hættulegri en sjálfur áverkinn. 1 heims-
styrjöldinni urðu 75% allra særðra manna fyrir sprengi-
kúlum. Svipuð voru sár af handsprengjum, er sífellt
færðust í vöxt, þegar leið á styrjöldina.
Jafnframt hinum stórstígu breytingum stórskotanna,
urðu menn fyrir slysum og losti af loftþrýstingi vegna
sprengikúlnanna. og gerði það ekki sízt vart við sig í
skotgröfum. Þegar svo hittist á, að hópar hermanna voru
í skotmarki, tættu sprengikúlurnar þá í sundur, svo að
líkin urðu oft og einatt óþekkjanleg, og sama gat átt sér
stað af völdum jarðspreng.ju. Fullkopiin óvissa er um,
hve margt hermanna varð svo hraparlega útleikið af
sprengjunum, — stundum nam það nokkrum hundruðum
í einu. Flestir, sem þá fórust, hafa lent á skrá saknaðra og
horfinna. í Flandern og í Alpafjöllum sá ég.svo mikið
umrót eftri sprengjur, að það var engu líkara en gíg í
eldfjalli. Ein einasta sprengikúla megnar að moldverpa
10—15 hermenn.
Við Verdun hafa Frakkar varðveitt „skotgröf byssu-
stingjanna“ (tranchée cles bayonettes) til minningar um
heilan hóp hermanna, sem sprengikúla .jarðaði lifandi.
Úr botni gígsins standa 12 byssustingir upp úr moldinni.
Hermennirnir voru staddir í skotgröfinni, reiðubúnir til
útrásar með brugðna byssustingi, þegar sprengjan allt
í einu varpaði moldarvegg.jum yfir þá alla, og varð líf
þeirra ekki lengra.
Slík atvik voru algeng, og get ég þess, að þegar ég fór
um vígvellina í Frakklandi 12 árum eftir lok styrjald-
arinnar, var enn ólokið við að ryðja og færa í lag sums
staðar í Champagne-héruðum og við Verdun, þar sem mik-
ið jarðrask hafði orðið af sprengjunum og menn grafizt
lifandi.
Ennfremur er ókunnugt, hve margir týndu tölunni vegna
eit.urlofts. Eiturloft veldur þrenns konar vandræðum:
190
UcUbrigt líf