Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 79
1) ertir nef og kok, eða augun (táragas), 2) skaðar lungun,
3) veldur húðskemmdum.
Svo er talið, að um 5000 hafi misst lífið eftir fyrstu
eiturloftárásina í Flandern í aprílmán. árið 1915. Síðar
horfði þetta allt öðruvísi við, eftir að læknunum tókst að
beita grímum gegn þessum lofttegundum, og valt þá aðal-
lega á því, hvort unnt var að koma sjúklingunum fljótt til
læknisaðgerðar. í aðgerðarstöðvunum næst víglínunni voru
á takteinum áhöld til innöndunar á súrefni, er reyndist
mjög vel. Fór svo, að ekki dóu nema fáir þeirra, sem
urðu fyrir eiturlofti, en flestir hinna náðu bata. Það er því
ekki nokkur samjöfnuður á því, hve eiturloftið er til-
tölulega meinlaust í samanburði við hin hræðilegu sprengi-
skot stórskotaliðsins, enda hefur eiturloftið ekki komið
til greina í þeim ófriði, er nú geisar. Og ólíklegt þykir,
að eiturloft verði notað í þessu stn'ði. nema þá á sjálfum
vígstöðvunum.
Almennt heilsufar hermanna var allt annað og miklu
betra en nokkurn tíma áður. Heimsstyrjöldin markaði al-
veg ný tímamót í því efni. Manndauði af völdum tilfallandi
sjúkdóma var lítill og nam eitthvað 1/10 þeirra, sem féllu
eða dóu vegna sára. í fyrri styrjöldum var þetta aiveg
öfugt því að sóttir gerðu þá út um styrjaldir engu
síður en vopnaviðskipti. Það var t. d. ekki rússneski her-
inn eða vetrarhörkurnar, sem réðu úrslitum fyrir Napóleon
I. 1812, heldur strádrepandi útbrotataugaveiki eða díla-
sótt (lúsa-typhus), sem geisaði í liði hans.
Þessi sama drepsótt gerði reyndar líka vart við sig
heimsófriðarárin, og ennfremur blóðkreppusótt, kólera og
bólusótt. En læknar héldu sóttunum í skefjum með ein-
angrun, bólusetningum og öðrum ráðstöfunum, svo að
þeirra gætti ekki að neinu ráði, nema þá á takmörkuðu
svæði, t. d. útbrotataugaveikin í Serbíu. Einna mestan
usla gerði spánska veikin (influensa), einkum undir ófrið-
Heilbrigt líf
191