Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 80
arlokin. En á það ber að líta, að þessi skæða landfarsótt
geisaði ekki síður um friðarlöndin, t. d. Spán og Sviss
en á ófriðarsvæðinu. Er og' miðaldra fólki minnisstætt, hve
spánska veikin var mannskæð hér á landi.'
Loks ber að geta þeirra taugaáfalla, sem varð vart meðal
herliðsins. Það kom berlega í ljós, að hvítir menn höfðu
sterkar taugar, og' komust innfæddir nýlendu-hermenn.
ekki í hálfkvisti við þá, að Marokkó-búum undanskildum.
Nútíma hernaður og þau ægilegu vopn, sem nú eru notuð,
reyna vitanlega mjög á kjark og skapfestu allra. En reynd-
in varð sú, að síðari stríðsárin var ekki teflt fram nema
hvítum mönnum, þar sem hríðin var hörðust.
Nú skal nefnt dæmi máli mínu til sönnunar: Hvergi
voru stórfelldari orustur en við Verdun í Frakklandi. Þar
vildi það til, að sífelld stórskotahríð úr 1200 fallbyssum
stóð í dagstæða sex sólarhringa og dundi á stöðvum eins
herfylkis, ásamt eiturlofti. Sá, er þetta ritar, var læknir
þar'na, og getur því borið um af eigin reynd, að, þrátt
fyrir þessa eldraun, gerði taugaáfall mjög lítið vart við
sig í liðinu. Þeir fáu, sem létu á sjá eða gugnuðu, voru
jafnharðan fluttir burtu til þess að draga ekki úr kjarki
annarra.
Það, sem hér hefir verið skráð, á við láglendishernað í
Vestur-Evrópu. En vitanlega barst leikurinn líka upp í
hálöndin, og var meðal annars barizt í Vogesafjöllum
(Elsass), Karpathafjöllum (Ungverjaland, Rúmenía), og
ekki sízt í Alpafjöllunum, upp í 3—4000 metra hæð. Sjúkra-
flutningur var vitanlega erfiður á þessum slóðum, en hins
vegar, vegna landslags, víða gott um öruggt afdrep til
læknisaðgerða, þótt skammt væri þaðan, sem vopnavið-
skipti áttu sér stað. Sérstakar ástæður voru fyrir hendi
í eyðimerkurhernaði. En ekki verður farið nánar út í þá
sálma hér, né lýst því, sem kemur til greina við læknis-
hjálp í sjóhernaði.
192
Ileilbrigl lif