Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 81
Þá er að gera sér grein fyrir læknishjálp á vígstöSvun-
um í þeirri miklu styrjöld, sem nú stendur yfir. Vitanlega
fæst ekki heildaryfirlit um það fyrr en að ófriðnum loknum.
En um ýmsar orustur og leiðangra hafa birzt skýrslur í
blöðum og útvarpi. Af hernaðarlegum ástæðum eru þær
fréttir samt nokkuð gloppóttar. í sérfræðiritum læknanna
hefir verið greint frá sárameðferð og því um líku, en minna
farið út í skipulag lækninganna. Samt sem áður má gera
sér nokkuð ljósa hugmynd um læknisstarfið í núveranch
heimsstyrjöld.
Það er sérkennilegt, hve vopnaviðskiptin berast hratt
úr einum stað í annan, í þessu stríði, þegar frá er talinn
fyrsti ófriðarveturinn 1939—’40 við Maginot- og Siegfried-
stöðvarnar. En þá var sama og ekkert barizt, enda nam
tala særðra og fallinna þá ekki nema um 1000.
Áður fyrr réð riddaraliðið því, hve fljótt leikurinn gat
borizt til, þegar fylgt var eftir undanhaldi andstæðingsins.
Og í fyrri heimsstyrjöldinni var fótgönguliðið allsvifaseint,
miðað við það, sem nú er, þegar hreyfing herjanna byggist
á hraða skriðdreka og flugvéla. Nú eru þess dæmi, að
víglínan geti flutzt til um 100 km. á sólarhring. Skiljan-
lega hljóta læknar að haga sér eftir því, við flutning og
umönnun sjúkra og særðra liðsmanna. En ekki eru fyrir
hendi heimildir um þær ráðstafanir, sem yfirstjórn sjúkra-
málanna hefur gert í þessu sambandi. Vitanlega hljóta
öll þau gögn að vera vélknúin, sem hafa á hendi sjúkra-
akstur eða flutning aðgerðastöðva, og öll þau tæki, sem
nota þarf við hjúkrun og læknishjálp í sjúkrahúsum í
námunda við víglínuna. Að öðrum kosti mundu þau drag- «
ast um of aftu-r úr árásarher eða verða til trafala á und-
anhaldi.
Sæmilega glögga mynd má gera sér um þá áverka, sem
nú eru tíðastir, hvernig þeir atvikast, og um læknishjálp-
ina. Algengastar eru nú skriðdrekaárásir, og fylgir í
Heilbrigt líf
193