Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 82
kjölfar þeirra fótgönguliðið, sem ennfremur hefir vél-
knúin ta^ki sér til hjálpar. Arásarsveitirnar eru því tiltölu-
lega fáliðaðri en fyrrum, og mannfallið minna. Úr skrið-
drekunum er skotið af vélbyssum og minni háttar íall-
byssum, en stórskotaviðureign átti sér t. d. varla stað við
innrásina í Pólland og Frakkland. Stórskotaliðið hefur
ekki sett verulegan svip á viðureignifia í Rússlandi —
nema sums staðar — né heldur í fjalllendi Noregs og
Balkanlanda eða í eyðimerkurhernaðinum. En í stað stór-
skotaliðsins hafa komið loftárásir sprengjuflug-véla. Allar
líkur eru til, að sprengjuskot séu fátíðari en í fyrri heims-
styrjöld, en einföld byssuskot algengari. Þetta er þeim
særðu mjög í vil og gerir þeim auðveldara fyrir um að
komast fljótt undir læknishönd. Hins vegar er nú meir
um hættuleg brunasár, einkum meðal flugmanna og áhafna
skriðdrekasveitanna. — Flugmönnum tekst nú iðulega að
bjargast í fallhlífum, en áður týndu flestir þeirra lífinu,
þegar vélin var skotin undan þeim. Samkvæmt brezkutn
skýrslum forða sér allt að 85% flugmannanna, en því
miður eru ekki allfáir þeirra skaðbrenndir.
Horfur um, að menn grói sára sinna, eru með bezta
móti í yfirstandandi styrjöld vegna nýrra lyfja, sem
vinna á sýklum og sárabólgu. Með blóðgjöfum er nú unnið
gegn hættUlegum blóðmissi og losti (shock), og eru þær
aðgerðir um hönd hafðar sem næst víglínunni. Venjulega
er blóðflokkur dátans ákveðinn um leið og hann innrit-
ast í herinn, og urðu Bandaríkjamenn fyrstir til þeirrar
skynsamlegu ráðstöfunnar. Með því móti getur læknirinn
, framkvæmt blóðflutning tafarlaust, ef með þarf, og hefiv
verið unnið að því að gera þá aðgerð sem einfaldasta.
Ennfremur hafa komið upp hentugri læknisaðferðir við
beinbrot og áverka á höfðinu.
Særðir menn eru langoftast fluttir í bifreiðum, en ósjald-
an í fiugvélum; þær eru fljótvirkar og fara allra tækja bezt
194
Heilbrigt líf