Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 83
með sjúklingana. Sjúkraflugið hefur einkum komið til
greina i Burma, og má nefna, að þar hefir stór flutninga-
vél flogið með alla sjúkiingana úr spítala einum og skilað
þeim til Indlands. Líka hefir sjúkraflug komið í góðar þarf-
ir í Norður-Afríku. „Læknirinn fljúgandi" hafði þar e.k.
loftspítala í flugvél sinni, fór á milli ýmissa aðgerða-
stöðva og spítala og hafði mikla yfirsókn.
Ekki hefir þess verið getið, að hermenn hafi skaðazt af
eiturlofti og er næsta ósennilegt, að það komi tii greina
síðar. Þykir ólíklegt, að eiturloftið verði notað við
loftárásir á borgir og mannabyggðir. Nýtt vopn hefur verið
notað í Norður-Afríku sem sé jarðsprengjur. er valda
ámóta áverkum eins og handsprengjur.
Kyrrstöðuhernaður átti sér stað í Rússlandi 1941—’42
og má gera ráð fyrir, að ástæður allar hafi verið árásar-
hernum i hag. Þá var barizt langt frá heimahögum, að-
drættir allir erfiðir, og allt var um langan veg að flytja,
víða um vegleysur og torfærur. En skæruhermenn Rússa
ligg.ja í leyni, þar sem minnst varir. Auk þess hefir her-
menn unnvörpum kalið í vetrarhörkunum, og er talið,
að þeir muni nema hundruðum þúsunda. Hins vegar hefir
drepsótta hvorki gætt í Rússlandi né i hitabeltislöndum,
og hefir læknum tekizt að halda þeim i skefjum.
Þess má geta, að yfirleitt hafa taugar hermannanna
dugað þeim, og taugaáföll ekki gert vart við sig, svo telj-
andi sé. Má og geta þess, að almenningur, sem sætt hefir
loftárásum. reynizt yfirleitt stilltur í raunum sínum, sem
einatt eru engu minni en það. sem gengur yfir hermenn á
vígvöllunum.
Vitanlega hefir hér ekki verið stiklað nema á aðalatrið-
um þessa merkilega efnis. Niðurstaðan er sú, að almennt
heilsu- og líftjón af völdum þessa ægilega hernaðar, muni
vonandi verða öllu vægara en við mátti búast í upphafi.
Heilbriyt líf — 13
195