Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 86
Mjólkurvagninn.
Stundarfjórðungi áður en loftárásin mikla var gerð á Pearl
Harbour, þ. 7. des. 1941, var meinleysislegum japönskum mjólk-
urvagni ekið inn á flugvöll þar, og nam hann staðar við skýli
flugmannanna. Þegar sprengjuhríðin hófst, þustu amerísku
flugmennirnii’ fram á völlinn til véla sinna. En um leið opnuð-
ust liliðar mjólkurvagnsins. Inni í honum voru þá sex Japanar,
vopnaðir vélhyssum, og tókst þeim að skjóta 80 Bandaríkja-
menn áður en ráðið var niðurlögum þeiri-i sjálfra. (Collier’s
12/12 ’42).
Krókaleiðir.
Árið 1890 fckk norðanpiltur í Latínuskólanum herkla í úlnlið
og bannaði skólalæknirinn honum að fara riðandi norður í
land um vorið. Pilturinn fékk fljótasta ferð-heim lil sín með
því að taka sér far sjóleiðis, fyrst til Þórshafnar i Færeyjum.
en þaðan á póstskipi lil Austur- og Norðurlands. í Færeyjum
sat hann í góðu yfirlæti hjá lyfsalanum i tvær vikur; liafði
fyrirtaks matarvist og átti sæla daga. Þótti hann allforframaður
með félögum sínum af för þessari, enda tíðkaðist ekki í þann
tíð, að skólapiltar kæmust út yfir pollinn.
Barn í vændum.
Hitler hefir komið veröldinni í uppnám: Allir standa á önd-
inni út af fregnum frá vígvöllunum, og er það ekki að furða.
þegar mannmargir herir berast á banaspjótuih. Sama sinnis
var almenningur vitanlega á dögum Napóieons-styrjaldanna,
þegar ófriðarbálið geisaði, hvar sem keisarinn fór. Á slíkum
tímum er síður gert sér grein fyrir því, sem koma skal. Hver
er t. d. að gera sér grein fyrir því, hvaða mikilmenni muni
fæðast í heiminn þessa dagana? Mönnum út í frá hættir við að
hugsa: til hvers er nýtt barn, nema til ununar móður og föður?
En, þegar Napóieon var uppi og fór hamförum um álfuna,
fæddust 1809 þessir menn: William Gladstone, Alfred Tenn.v-
son, Charles Darwin, Abraham Lincoin og Felix Mendelsohn.
Enginn gat vitanlega þá gert sér grein fyrir framtíð þessara
Rigbarna. En, liver veit nema flestir þessara man'na liafi haft
eigi minni áhrif en Naflajón, þótt á öðru sviði sé? Og hvaða
mikihnenni skyldu fæðast í heiminn þau miklu ófriðarár, sem
nú standa yfir?
198
Heilbrigt lif