Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 88
Mér leizt ekki vel á þetta og taldi árangurslaust að
vitja læknis úr þessu. En þó gat ég ekki fengið mig til
þess að neita að fara. Bjó ég mig nú í skyndi og tók með
öll þau tæki og lyf, er ég gat hugsað mér, að sjúklingn-
um mætti að gagni verða, ef ég hitti hann lifandi.
Við héldum svo af stað ríðandi inn Tangann, fórum af
baki i sköflum, skeiðriðum sandinn fyrir fjarðarbotninum,
teymdum yfir Hofsá á lélegum ís, og svo var löng leið út
með firðinum. Ekki sá til sólar, jörðin hulin snjó, brotin
og bækluð brú á Gljúfurá, mannskæð heiði fram undaij
og svo áhyggjurnar út af vesalings Lárusi. Allt þetta gerði
ferðalagið fremur ömurlegt; ekki að tala um að syngja eða
kveða, né seg.ja kímnisögur, sem annars var oft gripið til,
þegar skár lá á manni til þess að stytta stundir og veginn.
Loks komum við að heiðinni, og árennileg var hún ekki
í myrkri og norðan garraveðri seint á þorra. Þessi aust-
firzka Hellisheiði er há og illviðrasöm, og sé nokkuð að
ráði villzt af réttri leið, er viðbúið að lenda i sjálfhéMu
eða hrapa fyrir björg.
Er við komum á efsta bæinn, áður en lagt væri á heið-
ina, var það ráð tekið að skilja hestana eftir, fela þá
góðra manna forsjá og fara svo fótgangandi, skíðalaust
yfir heiðina, því að hún er þannig vaxin, að erfitt er oft
að koma skíðum við; brekkan að norðan mjög brött og
löng, naumast hægt að skáskera neitt, en fyrirhöfn að
draga skíðin eða bera svo langa og erfiða leið. Þegar upp
á Varpið kemur, eftir eins til tveggja klukkutíma strit,
fer brátt að halla undan fæti niður í dalskoru, sem liggur
eftir endilangri heiðinni. Svo er að lesa sig eftir Köldu-
kinn í hliðarhalla niður á Fönn, en þaðan er snarbratt
niður á jafnsléttu. Fagurt er útsýni af Fönn, suðurbrún
heiðarinnar, þegar bjart er, einkum á vorin; sést yfir
Héraðsflóa, allt Úthéraðið og hinn fagra fjallahring sunn-
an við það. Nú sást ekkert fyrir myrkri. A fyrsta bæ, er
200
Ueilbrigt líf