Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 89
komið var að sunnan heiðar, fengum við hesta, og reið
bóndi með okkur þær tvær bæjarleiðir, sem eftir voru.
Allir vildu leggja Lárusi lið, því að hann var góður mað-
ur og vinsæll.
Ég fór af baki við bæ sjúklingsins, skóf af mér mesta
snjóinn og fór úr vosklæðum. Svo var ég stirður og þreytt-
ur, að ég kveið fyrir að ganga inn þröng göngin og
upp rimlastigann í baðstofuna, sem var nokkurs konar
loftherbergi yfir fjósinu. Kýrnar sáu fyrir upphitun, en
andrúmsloftið var ekki gott. Baðstofunni var skipt í
tvennt, þótt skilrúmið næði raunar ekki nerna svo sem í
öxl, en opið fyrir ofan. Tvö föst rúm voru fyrir stafni í
innra herberginu, sem var ca. 3metri á hvern veg, en
lágt undir loft. Sjúklingurinn lá í öðru rúminu eða réttara
sagt, sat upp við herðadýnu, því að honum lá við köfnun.
Kennarinn stóð hálfboginn yfir honum, studdi hann og
þurrkaði af honum svitann. Æðaslátturinn var tíður og
daufur, andlitið blárautt, og sá ég strax, að ekki var of-
sögum sagt af vanlíðan hans. Sjúklingurinn var mjög
framsettur og allt að því helmingi meiri um mittið en
hann átti að sér. Nú var ekki til setu boðið. Maðurinn
virtist dauðans matur hvort eð var og því engu spillt,
þótt reynt væri að „óperera“.
Ég tók verkfærin upp úr töskunni og lét þau í vatns-
pott yfir olíuvél, þvoði mér rækilega og lét kennarann gera
slíkt hið sama. Enginn af viðstöddum hafði séð manns-
blóð, nema vætl úr smáskeinu, og enginn hafði verið við
svæfingu, né neitt í þá átt. Ég tók grennsta bóndann, sem
Eiríkur hét og var oft fylgdarmaður minn á ferðalögum,
tróð honum upp fyrir sjúklinginn undir súðina, höfða-
lagsmegin, fékk honum svæfingagrímu og eter-glas. og
sagði honum að láta leka hægt og hægt í grímuna yfir vit-
um sjúklingsins.
Ég bar nú joðábui’ð á skurðsvæðið og skar ca. 8 sentí-
Heilbrigt líf 201