Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 90
metra langan skurð gegnum magálinn, þar sem ég áleit
hægast að komast að sullinum. Ég reyndi nú að sauma
sárabarmana við lifrina, en gekk það hálfilla, því að allir
vefir voru svo þandir. Því næst risti ég á sullinn og
spenntist innihaldið hátt í loft upp og vall út yfir rúmið,
ofan á gólfið og iak niður í gegnum það, því að 511 gólf-
borðin voru gengin af plægingum og rifur á milli þeirra.
Lárusi tók óðum að létta og hægjast um andardrátt. Ei-
ríkur hafði verið mjög spar á eterinn, svo að sjúklingur-
inn gat strax farið að láta vel af líðan sinni, meðan sull-
vökvinn og ósprungnar smáblöðrur runnu í stríðum
straumum ofan í skálina, sem nú var komin undir bun-
una. Þegar minnka tók útferðin, hreinsuðum við sjúkling-
inn og rúmið, settum víðar gúmmípípur í sárið og bjó
ég nú um sem bezt ég gat. En kvenfólkið hreinsaði gólfið
og fjósið og brenndi sullunum frammi í hlóðum. Lárus
var nú orðinn grannur og vel á sig kominn og sofnaði
brátt, en við fórum að borða í fremra baðstofuhúsinu og
höfðum beztu matarlyst, því að við höfðum einskis neytt
allan daginn.
Næsta dag var ég um kyrrt, því að bæði var ég ófær
til ferðar sökum stirðleika og þreytu, og svo gat ég ekki
yfirgefið sjúklinginn strax. Ég skipti umbúðum og hélt
langan fyrirlestur um, hvernig skyldi stunda hann. Kenn-
arinn átti nú að taka að sér læknisstörfin, þótt honum
væri það auðvitað ekki ljúft.
Enn skipti ég umbúðum morguninn eftir, og hélt svo
af stað heimleiðis, því að lengur gat ég ekki dvalið. Sam-
vizkan var í versta lagi út af því að skilja Lárus þarna
eftir hjálparlítinn. En annars var nú ekki kostur í svip.
Ber nú ekki til tíðinda í nokkra daga, en oft hugsaði ég
til sjúklingsins, því að viðbúið var, að allt gengi ekki eftir
áætlun, en erfitt úr að bæta, því að fullkomin dagleið var
á milli, og annríki og ótíð til hindrunar.
202
Heilbrigt líf