Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 91
En svo var það hálfri annari viku seinna, að sást til
mannaferða, — stór hópur manna kom fyrir fjarðarbotn-
inn með æki. Og er fylking þessi kom í kauptúnið, varð
það ljóst, að hér voru komnir 12 sveitungar Lárusar og
drógu hann í rúmi á sleða. Þeir höfðu ekið honum á sjálf-
um sér, því að hesti varð ekki við komið vegna ófærðar.
Lárus var nú nær dauða en lífi, því að sárið hafðist ekki
vel við. Lá hann nokkrar vikur í litlu sjúkraskýli héraðs-
ins; náði ég út aðal-sullhúsinu smátt og smátt, og fór
meinið þá að' gróa. Lárus fór heim hinn hraustasti og
kenndi sér einskis meins af þessu eftir það; kvæntist, lét
fyrsta drenginn heita í höfuðið á mér, og er sögunni þar
með lokið.
Þetta er ein af mörgum myndum af sögulegum atvik-
um, sem fyrir kom á iangri leið. Ég vil taka það skýrt
fram, að ég segi ekki þessa sögu mér til lofs, því að ég
gerði ekki annað en það, sem hver annar læknir hefði gert
í mínum sporum. En hún sýnir, hve örðugt var — og er
máske enn — að ná í læknishjálp sums staðar á landinu.
í öðru lagi gefur hún bendingu um, að varasamt geti verið
að fara ekki að ráðum læknisins. Því að þarna var teflt á
tæpasta vaðið. Og í þriðja lagi bregður hún á sjónarsviðið
fágætri aðstöðu sjúklings og læknis á Islandi í byrjun
tuttugustu aldarinnar, fyrir hér um bil 30 árum.
Gylliniæð
Napoleon mikli beið ósigur við Waterloo, vegna þess að hann
lagði fáeinum klukkustundum of seint til orustu. En tilefnið til
þess var, að keisarinn hafði gylliniæð og kveið því að fara á
bak hesti sínum og setjast í hnakkinn. Þetta munaði því, að
Bliicher hershöfðingi gat komið Wellington til hjálpar. (Van
I.oon: ,,Lives“.)
Heilbrigt líf
203