Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 92
BÆKUR
.lón Þorsteinsson: VAXTARRÆKT, 78 bls., 177 rnyndir.
Verð kr. 10,00. Útg. Iþróttaskólinn í Reykjavík, 1043.
í inngangi bókarinnar bendir höf. á, áð líkamsrnenning og
líkanisrækt okkar íslendinga standi elcki á jafnháu stigi og æski-
legt væri. Beinvaxið fólk er sjaldséðara en vera ætti, og ýmsir
ágallar á vexti manna eru algengir. Álitið er, að flest þessi \axt-
arlýti stafi af skekkju á hryggnum, og er þess talin brýn nauð-
svn, að hryggskekkjum, jafnvel á lágu stigi, sé fullur gamnur
gefinn; að allt sé gert, sem hægt er, til þess að ltoma í veg fyrir
hryggskekkjur eða lagfæra þæ>r, ef þær á annað borð hafa
myndazt.
Að innganginum loknum, er byggingu hryggjarins lýst í stór-
um dráttum. Því næst er drepið á höfuðorsakir hryggskekkj-
unnar, en þær telur höfundurinn vera íjfeinkröm, almenna lík-
amsveiklun og einhliða vöðvastarfsemi. Ýmsar aðrar orsakir eru
og taldar, eins og' t. d. einhliða starf, sem framkvæmt er meira
með annari hlið líkamans en hinni, langvarandi kyrrsetur við
varhugaverð skilyrði, óheppileg fóstrun ungbarna o. fl.
Höf. telur það mjög þýðingarmikið, að stöðugt eftirlit sé haft
með vexti barnsins, sérstaklega vexti hryggjarins, og hvetur hann
foreldra lil þess að athuga hrygg barna sinna gaumgæfilega á
þriggja mánaða fresti, allt þar til vexti er lokið. Fylgir nákværn
skýring á því, hvernig beri að athuga hrygginn. Byrjandi hrygg-
skekkju hjá barni eða unglingi á vaxtarskeiðinu er oft hægt að
rétta. En, ef ekkert er að gert, fvrr en unglingurinn er búinn að
taka út vöxtinn, og skekkjan orðin föst, er hrvggskekkja oftast
því nær óréttanleg. Það er því mjög þýðingarmikið, að henni
sé veitt eftirtekt þegar á byrjunarstigi og sé þá þegar hafizt
handa um tilraunir til þess að lagfæra hana.
Höf. sýnir myndir af ýmiss konar hryggskekkjum og lýsir
þeim; jafnframt fylgja leiðbeiningar, er skýra, livernig helzt sé
liægt að komast að raun um, hvort um hryggskekkju sé að ræða
204
Heilbrir/t lif