Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 99
” 1937 .... 20,4 %c
” 1938 .... 19,7 %c
” 1939 .... 19,4 %(J
„ 19h0 .... 20,5 %o
Landlæknir getur þess, að nú sé í fyrsta skipti lát á
fækkun fæðinga, liðinn áratug. f þessu sambandi má
geta þess, að hjónavígslur voru 799, en 706 árið 1939.
Er og trúlegt, að peningaflóðið, sem „ástandinu” fylgir,
geri að verkum minni takmörkun á fjölgun í hjónalífinu
en áður.
Ýmsir héraðslæknar fjölyrða um barnkomuna, m. a.
læknar Húnvetninga. Mjög er ójafnt á komið með Austur-
og Vestursýslunni, því að í Miðfjarðarhéraði hefir fólki
fjölgað allverulega, en í Blönduóshéraði er fæðingatala
héraðsins aðeins rúm 12%c. „Lifandi fæddust í öllu hér-
aðinu að þessu sinni aðeins 26 börn, og er það langsam-
lega vesælasta útkoman, sem ég hefi haft af að segja“,
kemst héraðslæknirinn að orði. Þetta erlexía fyrir Austur-
Húnvetninga.
Farsóttir.
Heilsufar með bezta móti á þessu ári. Þó er getið 27
mismunandi farsótta. Kvefsótt er ætíð ofarlega á baugi
— nálega 16 þús. sjúklingar, en 5 þús með kverkabólgu.
Vafalaust koma þar ekki öll kurl til grafar. — Barnaveiki
er aðeins getið í 2 héruðum, og er nú — sem betur fer — af,
sem áður var. í Rvík sýktist barn, og reyncust móðir þess
sýklaberi. Barnið dó, en smitaði áður hjúkrunarkonuna.
í héraði á Vestfjörðum fékk ársgamait barn barnaveiki
með miklum andþrengslum. Barkaskurður var gerðnr í
sjúkrahúsi ísafjarðar og barninu bjargað. — Blóðsótt.
(dysenteria) var einn mesti faralöur ársins. Taldir fram
um 3 þús. sjúklingar. Veikin gekk einkum um Suður- og
Heilbrigt líf —H
211