Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 100
Vesturland, og tíndust víða upp flest heimili sveitanna.
Tók hvert mannsbarn. — Aðeins 8 konur eru taldar
fram með barnsfararsótt og dó ein þeirra. — Taugaveiki
þykir ætíð giögg vísbending um heilbrigðisástand þjóð-
anna, að því er snertir ýmislegar þrifnaðar- og heilbrigðis-
ráðstafanir. Veikinnar er aðeins getið í Eyrarbakka- og
Keflavíkurhéruðum. Þrír veiktust, en enginn dó. Eyrar-
bakkalæknirinn framkvæmdi varnarbólusetningu á yfir
50 manns. Um smitbera er getið í Sauðárkróks-, Gríms-
nes- og Keflavíkurhéruðum. Smitberi 1 Vestmannaeyjum
dó á árinu. Til hans mátti rekja þá faraldra, er upp komu
í Eyjum. — Iðrakvef, rúml. 5 þúsund sjúklingar. — Misl-
ingar bárust til Seyðisfjarðar og í Hróarstunguhérað. en
dreifðust ekki víðar (síðasti faraldur þar á undan 1937) —
Inflúensa eða hettusótt gerðu ekki vart við sig, að heit-
ið gat.
Skýrsla landlæknis um lungnabólgu og hið mjög róm-
aða lyf við henni (súlfa-lyf) er mjög lærdómsrík, enda
stendur hann vel að vígi um að gera sér grein fyrir ár-
angri lækninganna. Skráðir eru 377 menn með kveflungna-
bólgu, en 191, sem tóku taksótt (pneumonia crouposa).
Lungnabólgudauðinn er ætíð nokkuð misjafn — mestur
20,9% (árið 1915), en lægstur 5.9% (árið 1918). Til upp-
jafnaðar hefur lungnabólgudauðinn reynzt 12,4% árin
1911—’38, þ. e. a. s. áður en hið nýja lyf kom til sögunnar.
Síðan eru dánartölurnar 12,7% og 16%, þ. e. a. s. f. árin
1939 og 1940. Dánartölurnar eru m. ö. o. svipaðar eftir
sem áður. I fljótu bragði skyldu menn því halda, að súlfa-
lyfin kæmu að litlu liði. En svo er þó ekki, og farast land-
iækni svo orð um það: „Með þessum tölusamanburði er
ekki borið í efa, að samhljóða vitnisburður íslenzkra lækna
um öruggar verkanir lyfsins hafi við rök að styð.jast.
Verður að hafa það fyrir satt, að fjöldi sjúklinga, sem áð-
ur hafði barizt harðri baráttu 7—14 daga eða lengur gegn
212
Heilbri</I l'f