Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 101
veikinni, fái nú af lyfinu skjótan bata. En hins vegar
benda tölur vorar enn ekki til þess, að það snúi á lungna-
bólgudauðann. Þeim, sem batnar, batnar fyrr en ella, og
er mikils vert, en menn virðast deyja líkt og áður“.
I samræmi við þessar niðurstöður má geta þess, að
röntgenskoðun á sjúklingum sýnir, að bólgan í lungunum
hverfur engan veginn þegar í stað, þó að hiti detti niður
og þjáningum linni.
Ymsir héraðslæknar gera í skýrslunum athugasemdir
um lungnabólgusjúklinga sína. Eftirtektarverð eru orð
Öxarfjarðarlæknisins — á þessa leið:
„......Mér virðist mun minna um lungnabólgu á síð-
ari árum og vona, að það sé eitthvað að þakka breyttum
og bættum húsakynnum. Hér var um skeið, aðallega í
árhólmum Jökulsár, þar sem heygjöf er mikil, margt
karla, er fengið höfðu lungnabólgu 7—9 sinnum. Einn
hafði hana nærri alltaf síðast. Mér virðist ekki ótítt,
að smáfaraldrar mynduðust kringum þessa menn, ósmáir
að þunga“.
Rauða hunda fengu 781 og er þetta talinn einn mesti
faraldur, sem yfir landið hefir gengið af þessum meinlausa
kvilla. Um uppruna farsóttarinnar segir landlæknir :
,,Ef til vill á síðasti faraldur rót sína að rekja til hins
brezka setuliðs. Að minnsta kosti vildi svo til, að sjúkling-
ur með rauða hunda var í einu skipanna, er stóðu að
hernáminu, og er ekki laust við að vera skoplegt, þegar
þess er gætt, hvert heiti Bretar gefa þessum kvilla (Ger-
man Measles)“.
Skarlatssóttar varð lítið vart, og kíghásta alls ekki.
Aftur á móti eru taldir 56 sjúklingar með heimakomu.
Vitnisburður lækna um áhrif prontósil-lyfsins er m.iög'
á eina leið, því að flestum sjúklingunum batnar fljóílega.
Ileilbrir/l lif
213