Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 102
(Skv. „Isl. þjóðháttum" c. síra Jónas Jónasson voru áður fyrr
þcssi nöfn á sjúkdómnUm, og stundum skrifað á seðil í eftiriar-
andi röð:
r Xíl
Heimakoma, Meinakoma, Amukoma, Hlaupakoma ,c
Heimakona, Meinakona, Amukona, Hlaupakona p-
Miðanum var stungið undir liöfuð sjúkl., og vænzt hata.
Önnur ráð: Bakstur úr kúamykju oða súru skyri eða ánamaðka-
bakstur. Líka volgur mannasaur í plástur og margt flcira. pctta
er gott að athuga fyrir þá nútímamenn, sem „halda at allt hafi
betr og luckulegar til gengit í fyrndinni enn á þeirra dögum“).
Svefnsýki (encephalitis lethargica) fengu 3 og dóu allir.
Skráðir eru 26 með þrimlasótt, sem er talinn undanfari
berklaveiki. en 70 með ristil. Sóttnæm gulusótt gekk eink-
um í Vestmannaeyjum. 289 eru taldir fram með kossageit,
sem verður að teljast til óþrifasjúkdóma, enda kemst
Dala-læknirinn svo að orði: „í kjölfar kláðans siglir kossa-
geitin“. Óþrif þessi lögðust mjög á börn í skóia einum í
Öxarfjarðarhéraði. Heilasótt (meningitis cerebrospin.
epidemica) tóku 14 menn; einn dó, en tveir drengir misstu
alla heyrn upp úr sóttinni. Mænusótt stakk sér niður í 3
héruðum. en aðeins 1 sjúklingur í stað.
Ekki er hér getið allra farsótta, sem gert hafa vart við
sig. En að lokum skal minnzt á fýlasóttina í Vestmanna-
eyjum. Veiki þessi lýsir sér sem einkennileg lungnabólga
og kemur eingöngu upp í fólki, er hefur reytt eða mat-
búið fýlunga. Erlendis bera páfagaukar veikina. Nú hefir
verið bannað að veiða og hirða fýlunga, og hefir veik-
innar ekki orðið vart síðan. Eftirfarandi lofsyrði ber
héraðslæknir á Eyjaskegg.ja: „Jarðabændur tóku því vel
að hætta fýlungaveiðinni, þó að eðlilega baki það þeirn
nokkurt tjón, fljótt á litið, en svo eru þeir viti bornir, að
þeir vilja ekki fórna fólkinu fyrir fýlinn.“
Aðrir næmir sjiikdómar.
Skýrslan um kynsjúkdóma er m.jög athvglisverð. Hún
214
Heilbrigt lif