Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 104
þó heim sanninn um, að stundum eru lyf ómetanleg hjáip.
Hitt er annað mál, að almenningi hættir til að heimta
resept af læknum í tíma og ótíma, og oft að tilefnislitlu.
Allt það ,.meðalasull“ á ekkert skylt við hinn prýðilega
og ómetanlega árangur, sem þakka má lyf janotkun á ýms-
um sviðum læknisfræðinnar, og byggt er á vísindalegum
staðreyndum.
Eins og framtalið ber með sér, eru lakari fréttir af
syfilis, því að sjúklingunum fer allmjög fjölgandi, og eru
67 taldir fram árið 1940. í höfuðstaðnum voru þeir 48,
allir íslenzkir, nema einn, og eingöngu taldir nýir sjúkl-
ingar, skráðir árið 1940. Vitanlega hafði kynsjúkdóma-
læknirinn miklu fleiri syfilis-sjúka undir hendi — sem
sé útlenda farmenn, er hafa verið undir læknishendi
erlendis, en leita hér framhaldslækningar. Á síðari árum
hefir komizt á alþjóða samvinna um lækningar á þessu
sviði. Erlendur farmaður, sem sýkist af syfilis, hefir í
fórum sínum bók frá þeirri lækningastofu eða sjúkrahúsi,
þar sem hann var til lækninga í heimalandinu. Læknirinn
hefiu- skráð í bókina hvenær og hve mikinn lyfjaskammt
sjúklingurinn hefur hlotið, og er lækningunni svo haldið
áfram með hliðsjón af þvi, af kynsjúkdómalæknum, sem
farmaðurinn leitar í öðrum höfnum. ísland er í þessu
alþ.j óða-sambandi og veitir erlendum farmönnum með svfil-
is ókeypis læknishjálp. En svo njóta íslenzkir sjómenn
sömu hlunninda erlendis.
Kynsjúkdómalæknirinn getur þess, að þeir 48 menn,
er hann hafði undir hendi (31 karlm. og 17 konur) hafi
smitazt hér á landi að 6 frátöldum, og lítur læknirinn því
svo á, að syfilis-faraldur hafi komið upp í landinu.
í læknishéraði á Suðurlandi fann héi'aðslæknirinn eina
konu með sjúkdóminn á 3. stigi og höfðu 2 börn hennar
fæðst með syfilis. Með blóðskoðun var gengið úr skugga
um ástandið, og eru læknar yfirleitt hvattir til að vera
216
Heilbrigt lif