Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 105
á verði, og taka mönnum blóð til athugunar á Rannsóknar-
stofu Háskólans, þegar tilefni er til. — I héraði á Vest-
fjörð'um sýkti stúlka 2 á sama heimili — fyrst bóndann,
þá son hans, en bóndi sýkti síðan konu sína.
Landlæknir getur þess, að sjaldan hafi kynsjúkdóma-
smitun verið rakin til setuliðsmanna, sem vel er gætt að
þessu leyti. Hins vegar sé lausungarlifnaður og lélegra
eftirlit en áður í erlendum höfnum, sem íslenzkir farmenn
eiga viðskipti við. Héraðslæknarnir í Reykjavík og á
Akureyri geta þess líka, að smitun stafi frá hérlendum
mönnum.
Berklaveiki. Mannslát úr berklaveiki eru lítið eitt fleiri
en árið 1989, en ekki hyggur landlæknir, að um raunveru-
lega aukningu sjúkdómsins sé að ræða og ályktar það
meðal annars af því, að dauði úr heilahimnuberklum
(,,heilabólgu“) fer sífellt þverrandi, og er nú stórum
sjaldgæfari en nokkurn tíma áður (8,7% alls berkladauð-
ans) en var löngum um og yfir 20%. Berkladauðinn síð-
ustu 10 árin er á þessa leið:
1931 1932 1933 1934 1935 1930 1937 1938 1939 1940
206 220 173 165 149 157 155 106 94 104
Skýrsla um starf berklayfirlæknis Sig. Sigurðssonar ber
með sér, að hann hefir sem fyrr verið mjög athafnasamur,
enda er undir leiðsögu hans og' stjórn haldið uppi meiri
heilsuverndarstarfsemi en dæmi eru til áður hér á landi.
Nú er ekki framar beðið eftir því, að berklaveikur maður
vitji læknis. Með vel skipulögðu starfi á hendur „hvíta
dauða“ er hafin sókn á ýmsum heilsuverndarstöðvum. En
jafnframt fer berklayfirlæknirinn um landið með að-
stoðarlæknum sínum og skoðar héraðsbúa holt og bolt,
hvort sem þeir kenna sér meins eða ekki. Hefur hann
með sér ferða-röntgentæki og skyggndi með því móti
Heilbrif/t lif
217