Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 106
rúmlega 8 þúsund manns, er reynzt höfðu jákvæðir við
húðpróf. En alls voru berklarannsóknir framkvæmdar á
rúmlega 18 þús. manns í 21 læknishéraði. Með ferða-
röntgentækjunum fann berklayfirlæknirinn 96 menn með
virka berklayeiki, og má geta nærri, að mikilsvert er að
hafa uppi á slíkum sjúklingum, bæði vegna þeirra sjálfra
og annarra. Berklayfirlæknirinn hefir mikla yfirsókn, og
bera skýrslurnar úr héruðunum með sér, að læknunum þyk-
ir hann aufúsugestur til aðstoðar og úrskurðár við vafa-
sama og vandasama sjúklinga.
Héraðslæknirinn í Þingeyrarhéraði getur þess, að kven-
maður hafi sýkzt af að sofa hjá berklaveikri konu, þar sem
hún gisti á ferðalagi.
1 Ólafsfjarðarhéraði magnaðist berklaveikin árin 1939
—1940.Við allsherjarskoðun þar fundust smitberar, sem
höfðu sýkt frá sér. Einstöku maður er tregur til þess að
láta rannsaka sig, en fátítt er það. 1 nefndu héraði komu
allir með tölu til berklaprófunar og skyggningar, nema
ein skipshöfn, sem var á sjó allan tímann, er rannsólndn
stóð yfir.
f Blönduóshéraði var skráður einn nýr sjúklingur, en
enginn í Síðuhéraði. Hornafjarðarlæknirinn segir: „Virð-
ist því mega telja, að berklaveikin sé að deyja út í hér-
aðinu“.
En það gengur á ýmsu í þessari erfiðu viðureign, þar
sem skiptist á sókn og gagnsókn. Grímsneslæknirinn herm-
ir t. d., að 7 ný tilfelli hafi komið upp í héraðinu, ,,og mátti
rekja 3 af þeim til sömu uppsprettu“. Eyrarbakkalækn-
irinn tilkynnir hins vegar: ,,Á þessum vígstöðvum all-
miklu rólegra nú en næstliðin 2 ár. Engin heilaberkla-
bólga kom fyrir á árinu".
Vegna berklaveiki var 35 skólabörnum vísað frá kennsiu ;
en við skólaskoðun athuguðu læknarnir alls 13462 börn
á öllu landinu.
218
Heilbrigt lif