Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 107
Holdsveiki. Taldir eru fram 22 menn. Fimm þeirra. voru
í heimahúsum, en 17 í Holdsveikraspítalanum, sem nú er
rekinn á hinum fornfræga stað Kópavogi. Sjúklingarnir
utan spítala, eru sextugir menn og eldri; sá elzti á ní-
ræðisaldri. 13 spítalasjúklingar höfðu tyuitótta holdsveiki,
en fjórir voru limafallssjúkir.
Suilaveiki. í ársyfirliti er getið 25 sjúklinga (vantar þó
skýrslur úr 4 héruðum). Skýrsla þessi gefur þó engan
veginn rétta hugmynd um, hve sullir eru algengir í fólki.
Við röntgenskoðun hér á landi koma iðulega í ljós sullir,
sem enginn veit um áður. Má m. a. benda á, að, þegar
berklayfirlæknir skyggndi fólk í Svarfdælahéraði, sáust
sullir í 3 manneskjum, og var sú skoðun þó vitanlega gerð
í allt öðru skyni. — Það má vera nokkur huggun, að flestir
suilaveikisjúklingar eru rosknir menn. Þó getur Horna-
farðarlæknirinn 26 ára gamallar konu með sullaveiki.
Það ætti að vera metnaðarmál fyrir landsmenn að út-
rýma þessari veiki, sem setur ómenningarstimpil á þ.jóð-
ina, engu síður en lúsin. En það á því miður langt í
land. Ég vil drepa á eitt atriði úr Heilbrigðisskýrslunum,
sem bendir á, að sullir séu miklu algengari en héraðslækn-
um er l.jóst, en það eru beinasullirnir. I Heilbrigðisskýrsl-
unum er þess getið, að 2 menn hafi sullaveiki í beini. En
erlendum vísindamönnum. sem rannsakað hafa gaumgæfi-
lega háttsemi þessa s.júkdóms, kemur saman um, að sull-
dýrið taki sér ekki aðsetur í beini nema hjá 2% af öllum
sulls.júklingum. Hér á landi hefir við talning sulls.júklinga
reynzt litlu meir en 1 °/c af beinasullum (Próf. Guðm.
Magnússon sá þá aldrei!). Af þessu má álykta, að sullir eru
miklu algengari í fólki hér á landi en skýrslurnar bera
með sér, og kemur það heim við röntgenskoðanir. Þetta er f
sjálfu sér eðlilegt. því að héraðslæknarnir geta ekki talið
fram aðra menn en þá, sem eru orðnir það þjáðir, að þeir
Heilbrigt líf
219