Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 108
leita líeknis. En auk þeirra gengur f jöldi manns með leynda
sulli, sem aldrei eru skráðir í skýrslur. Orsökin er vitan-
lega kæruleysi um sullavarnir á blóðvelli í sláturtíðinni,
enda gat héraðslæknir úr norðlenzku læknishéraði þess á
síðasta læknaþingi, að þrátt fyrir ábendingar sínar væri
ekki svo um búið í sláturhúsinu, að hundum væri varnað
þess að háma í sig sulli, sem kynnu að falla til. Þarna er
slátrað um 20 þús. fjár á haustin.
Hér á landi er þörf á auknum sullvörnum. Heilbrigðis-
stjórnin gerði þarft verk, ef hún beitti sér fyrir að: 1)
láta rannsaka vísindalega áhrif svonefndrar hundahreins-
unar, 2) herða mjög á eftirliti með slátrun, 3) beita sér
fyrir hundabanni víðar en nú á sér stað.
Geitur (favus) gera nú lítið vart við sig; þó er þeirra
getið í Reykjavík og Hesteyrarhéraði. Þetta ár er í fyrsta
skipti ekki getið neins geitnasjúklings í ársskýrslu Land-
spítalans. En síðan árið 1915 og til ársins 1940 voru
röntgenlæknaðir 163 menn með geitur í höfðinu. Það er
handvömm ein að útrýma ekki þessum sjúkdómi með öllu
úr landinu.
Kláði (scabies). I heilbrigðisskýrslunum er kláðinn tal-
inn landplága. Taldir eru fram rúmlega 1500 sjúklingar.
En vafalaust koma þar ekki öll kurl til grafar. T. d. getur
Svarfdælalæknirinn um talsverða lausasölu á brennisteins-
dufti, sem er hnoðað saman við smjör og notað við ýmsum
útbrotum, ,,sem margt er vafalaust kláði“. Flestir læknar
geta kláðans og er hann sums staðar talinn landlægur, t.
d. í Blönduóss- og Sauðárkrókshéraði og víðar. Kaupstaða-
læknar (t. d. Rvíkur) telja. að börnin smitist í sveitum, en
héraðlæknar í sveitum vísa frá sér og telja „ófögnuðinn“
eða „óþverrann“ berast með kaupstaðabörnum. — Kláði
er einn af þeim sjúkdómum. sem líklegt er, að mætti út-
220
Heilbrifit lif