Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 109
rýma að mestu leyti. Hannes Guðmundsson, húð-
sjúkdómalæknir, hefir lýst þessum kvilla rækilega í tíma-
ritinu ,,Heilbrigt líf“, árg. 1941. Hann leggur þar til,
að komið verði upp kláðalækningastöðvum í Rcykjavík
og víðar, þar sem fólk getur fengið sótthreinsaðan fatnað
sinn meðan lækningin fer fram. En kláði er auðlæknaður,
ef rétt er farið að. Slíkar lækningastöðvar tíðkast á
Norðurlöndum. Ekki hefir þess orðið vart, að bæjarráð
höfuðstaðarins eða heilbrigðisstjórnin hafi tekið bending-
ar sérfræðingsins til greina. Lækningar þær, sem nú tíðk-
ast, eru eingöngu miðaðar við einstaklingana, en ekki
jafnframt sem heilsuvernd öðrum til handa. Það er gamla
lagið. Og því mun kláðinn ganga sinn gang, og blossa upp
sem faraldur meðan allt er látið dankast.
Krabbomein. Dánartölur fyrirfarandi 10 ár eru á
þessa leið:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
120 133 125 141 147 140 156 141 157 148
Læknar telja fram 232, en í sjúkrahúsum lágu 215
sjúkíingar með krabba og skyldar illkynjaðar meinsemdir.
Meinin voru algengust í maga (51 karl, 43 konur), í
brjóstunum (43. þar af 1 karl) og í burðarleginu (12). —
Hólmavikurlæknirinn getur þess, að tveir feðgar hafi dáið
úr krabbameini þetta ár á sama bæ. En 3 árum áður iézt
húsmóðirin úr sama sjúkdómi.
Ymsir sjúkriómar.
Algengustu kvillar. 1 þessum kafla er tekið saman ýmis-
legt hrafl úr skýrslum héraðslæknanna, og ber þar margt
á góma. Þeir renna huganum yfir liðið ár og hugleiða m.
a. hvað megi tel.ja aIgengustu kvilla héraðsbúa. Fljótt frá
sagt. telja þéir'oftast tannskemmdir, taugaveiklun og gigt
Heilbrifit lif
221