Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 110
af ýmsu tagi. Athugavert er, að tannskemmdirnar eru efst-
ar á blaði í eftirtöldum sveitahéruðum: Höfðahverfis-
Hróarstungu- Reykdæla- og Síðuhéruðum. Síðulæknirinn
segir: „Tannskemmdir eru eins og áður langalgengasti
kvillinn“. Ekki er trúlegt, að það séu karamellur og önn-
ur sætindi, sem brenna tennurnar í fólki á þessum slóðum.
Að vísu munu mikil brögð að því, að sveitafólk drekki und-
anrenning í stað nýmjólkur og neyti smjörlíkis til viðbits.
En vart mun þess gæta svo mjög í nefndum héruðum.
Botnlamgabólga virðist mjög misjafnlega skæð á ýmsum
stöðum.
Fjörefnaskort (avitiminosis) drepa nokkrir héraðs-
læknar á. I Ögurhéraði er talinn fram 1 maður með beri-
beri. í Vestmannaeyjum hefir borið nokkuð á beinkröm,
en læknarnir þar hafa nú samtök um, að gefa hverju barni,
sem fæðist eftir miðsumar og til miðvetrar, varnarlyf
gegn veikinni. Auk þess þorskalýsi. Mæðurnar eru varaðar
við að byrgja ungbörnin um of í vögnum. — Sykursýki er
getið í Blönduóss- Akureyrar- Norðfjarðar- Hornafjarðar-
og Síðuhéruðum. •— Fingurmeina er einkum getið í ver-
stöðvum. Svarfdælalæknirinn segir, að fólk dragi allt
of lengi að leita læknis, af þeim misskilningi, að ekki megi
skera fyrr en fingurinn sé vel grafinn. „Er þá þraukað
sem lengst með liminn niðri í sjóðheitu vatni eða makaðan
í heimatilbúnum dragplástri (sem hér heitir Tjarnar-
plástur), og duga hvorki hótanir né góðar bænir til að fá
þenna sið afnuminn, er af hlýzt oft talsvert fjártjón og
stundum örkuml“. Vestmannaeyjalæknirinn brýnir fyrir
verkafólki að þvo sér rækilega um hendur úr grænsápu-
vatni að loknu dagsverki.
(Síra Jónas Jónasson lýsir í hinni merku l)ók sinni „isl.
þjóðhættir“, hvernig forfeður vorir reyndu að eyða fingurmein-
uni. Algengt var að leggja við þau stækan hákarl eða lifandi
222
HeUbrigl líf