Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 112
ar 65,1% af íbúatölu héraðanna, en ferðir hvers læknis
að meðaltali 72,3. Á hvern mann í landinu koma 3,3 legu-
dagar í sjúkrahúsi. Flestar ferðir fóru héraðslæknarnir í
eftirtöldum læknishéruðum: Akureyrar- 227, Eyrarbakka-
196, Borgarfjarðar- 137, Grímsness- 125, Hofsós- 108-
Næðissamast, að því er ferðir snertir, var í Bildudalshér-
aði — aðeins 11 ferðir.
Aupnlækningar.
Fjórir augnlæknar ferðuðust um landið á vegum heil-
brigðisstjórnarinnar, þeir Kristján Sveinsson, Helgi Skúla-
son, Bergsveinn Ólafsson og Sveinn Pétursson, og er sund-
urliðuð skrá um sjúklinga og sjúkdómafjölda. Það eru eigi
fáir kvillar, sem geta bagað svo lítið líffæri sem augað.
Bergsveinn Ólafsson getur þess, að ætíð komi fjöldi fólks
vegna aldursfjarsýni, og eru konur þar í meiri hluta, enda
er meiri augnraun að heimilisstörfum þeirra en erfiðis-
vinnu karlmanna.
Barnsfarir
Árið 1940 fæddust 2480 lifandi. en 51 andvana barn.
Tíu börn voru vansköpuð. Fjórar konur létust af barns-
förum (blóðlát og barnsfararkrampi), en 1 úr barnsfar-
arsótt. Læknar þurftu að gera ýmislegar fæðingaraðgerð-
ir, og kom þá meðal annars til greina föst eða laus fylgja,
krampar, grindarþrengsli, þverlega barnsins, brestur á
burðarlegi, framfallinn lækur (naflastrengur). Læknanna
er oft vitjað til þess að deyfa konuna eða til þess að herða
á sótt. Auk þess aðgerðir á konum, sem hafa misst fangs.
— í Reykjavík ólu 875 konur börn. Barnkoman er mjög
misjöfn á ýmsum stöðum. Úr Ögurhéraði segir: „Margir
reyna að takmarka barneignir, helzt þeir, sem sizt skyldu.
en tnk.st misjafnlega. 2 undanfarin ár hefir ekkert barn
fæost í einum hreppnum. Reyðarfj.hreppi". Það er bei'sýni-
224
Heilbrif/I li[