Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 113
lega næðissamt ljósmóðurstarfið á þeim slóðum. — Úr
öxarf jarðarhér.: „Á 3% sólarhring fæddust tvennir tví-
burar í héraðinu“. Um önnur hjónin segir, að þau séu
„örsnauð og kofarnir hriplekt greni“. Vonandi hafa góð-
fúsir nágrannar rétt hjálparhönd.
í 46 skipti var í Landspítalanum gerð fóstureyðing
skv. lögum, 9 sinnum meðfram af félagslegum ástæðum og'
er sérstök skýrsla um það. Ástæðurnar: fátækt, ómegð,
bágar heimilisástæður að öðru leyti, t. d. drykkjuskapur
húsbóndans. — Vönun fór fram á 10 konum, vegna geð-
veiki, slagaveiki o. fl.
Slysiarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta áratug:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Slys .... 57 53 112 55 90 102 51 75 55 93
Sjálfsmorð 6 4 16 12 8 15 9 15 12 12
Þess er getið í Reykjavíkurhéraði, að 10 drukknanir
hafi viljað til af hernaðarástæðum (ásigling á bv. Braga).
r
Slysin eru mjög margháttuð, svo sem bíl- og önnur um-
ferðaslys, sjó- verkamanna- iðnaðar- iþrótta- bruna- og
skotslys. 'Líka vegna áfloga og af ýmislegum tilviljunum
í heimahúsum. í Ólafsfirði var maður að skjóta kollótta
gimbur og hélt undir kverkina, en skotið fór gegnum
kindarhöfuðið og reif úr fingri skyttunnar. ■—■ Piltar
fengu lánaðan björgunarbát Slysavarnafélagsins á staðn-
um, sér til skemmtunar. En báturinn stafnstakkst í brim-
garðinum og 3 drukknuðu. Maður reið undir slá á Jiliði,
rak höfuðið upp undir og fletti höfuðleðrinu af hvirflin-
um. Kyndari (útlendur) á togara skall á tannhjól í vélinni
og flettist sundur kviðurinn, svo að iðrin lágu úti. Menn
verða úti í hríðarveðrum, og þannig mætti lengi telja.
Sundurliðuð skrá er um beinbrot og liðhlaup í 36 hér-
Heilbric/t líf
225