Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 114
uðum. Algengust eru rifbrot; því næst framhandleggs-
fótleggs-, höfuð- og fingurbrot. Annars hugsa ég að
þessi skrá frá héraðslæknunum sé harla ónákvæm. T. d.
eru hryggbrot ekki talin nema 9. En í Landspítalanum
einum voru árið 1940 röntgenmyndaðir 13 menn hrygg-
brotnir (8 í liðbol, en 5 í þvertindum hryggjarliða). Ég
tel vafalaust, að þó nokkrir menn hryggbrotni á ári
hverju án þess að skráð sé, enda geta harðvítugir menn
jafnvel haft ferlivist, þó að brákaðir séu í hrygg. — Ég
bendi líka á, að mörg öklabrot og hælbrot hljóta að vera
vantalin, með hliðsjón af skýrslu Landspítalans sama ár.
Langflest liðhlaup eru talin í axlarlið (19). Þar næst
fingur og framhandleggur.
Blindir og daufdumbir.
Miklu skakkar um framtal héraðslækna og manntalsins
á þessu annmarkafólki, og bendir landlæknir á þá óná-
kvæmni, sem að nokkru leyti kunni að orsakast af því,
að foreldrar hyllast til að telja fávita sína til daufdumbra
barna. Hins vegar hættir sjóndöpru fólki til að gera heldur
meira úr sjónleysi sínu. Daufdumbir teljast 121, en blindir
493 eða 4,1%0, „og það er geysihá hlutfallstala". Manni
verður að spyrja, hvort ekki muni unnt að fá einhverju
áorkað með heilsuvernd á þessu sviði.
Geðveikir og deyfilyfjanotendur.
Kvartað er undan, að erfiðlega gangi að koma sjúk-
lingUm frá sér í geðveikrahæli. Sérstakt geðveikrabæli
er á ísafirði, og væri gott, ef víðar —• í stærstu sjúkra-
húsunum — væri unnt að veita viðtöku fólki, sem brjálast
skyndilega. — I Hornafjarðarhéraði er getið um 2 deyfi-
lyfjanotendur (lúmínal, ópíum), en í Vestmannaeyjum
eru taldar 2 ópíumætur.
226
Heilbvigl líf