Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 115
Sjúkrahús.
Sjúkrahúsin eru 50, með 1223 rúmum og koma þá 10,2
rúm á hverja 1000 íbúa. Þetta kann að þykja há tala. mið-
að við útlönd. En, þegar athuguð er lýsing læknanna úr
sumum héruðunum, verður manni að spyrja, hvort sum
plássin í sjúkraskýlunum séu annað en nafníð, enda óvíst
að þau séu starfrækt allt árið, a. m. k. er því svo lýst. í
nokkrum héruðum á Austfjörðum. í Þistilfjarðarhéraði
var t. d. engin föst hjúkrunarkona við skýlið, en stúlkur
fyrir tímakaup til þess að sinna sjúklingum, ef óskað var
eftir vist.
Dæmi um aðgerðir þess opinbera: í Ólafsfjarðarhéraði
hefir læknirinn embættisbústað. Úr skýrsiu héraðslæknis
tilfærir landlæknir eftirfarandi: „Læknisbústaðurinn er
með mjög hallalitlu þaki og hefur lekið frá upphafi. Fyrir
tæpum tveim árum var bárujárn rifið af þakinu og hella
steypt í staðinn, en þá kastaði fyrst tólfunum með lekann.
Síðastliðið sumar var þakhellan bikuð og þótti nú tryggt,
en allt fór á sömu leið.“ M- ö. o. ólæknandi leki í höndum
byggingameistara íslenzka ríkisins.
Heilsuvernd og sjúkrasamlög.
Heilsuverndarstöðvarnar í 6 stærstu kaupstöðunum
hafa verið ærið athafnasamar og var alls athugað rúmlega
16 þúsund manns vegna berklavarna. I Reyk.javik voru
gerðar hópskoðanir á 2220. og voru það sjómenn, bakarar
og starfsfólk í veitingahúsum og matvörubúðum. 6 þeirra
reyndust með virka berklaveiki. Ungbarnavernd er starf-
rækt í Reyk.javík og á Isafirði. Þeir, sem æpa um, að
starf læknanna sé aðallega að halda „meðalaþambi" að
almenningi. ættn að gera sér grein fyrir, hve mikið ei'
unnið að heilsuvernd hér á landi.
Sjúkrasamlög. Þau eru 16 talsins með 35,868 meðlimum.
(Auk þess ólögskráð s.j.samlög á Sauðárkróki og Reyðai'-
Heilbrigt lif — 15
227