Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 116
firði). Meðlimatalan er 29,7 % landsmanna (1939; 27,8%)
— í ýmsum héruðum eru hjúkrunarfélög, og gangast eink-
um kvenfélögin fyrir þeim. Sum þeirra hafa lærða hjúkr-
unarkonu. en önnur hjálparstúlkur, sem hlaupa í skörðin,
þegar húsmæðurnar veikjast.
Rannsóknastofa Háskólans.
Þar er innt af hendi mikið starf undir stjórn próf. N.
P. Duncjals. og er ýtarleg skýrsla um fjölda rannsóknanna,
vegna berklaveiki, taugaveiki, kynsjúkdóma, barnaveiki
o. fl. Auk þess fjöldi vefjarannsókna vegna meinsemda í
mönnum og skepnum. Krufningar voru gerðar í 98 skipti.
Matvælaeftirlit ríkisins.
Birt er ágrip af skýrslu dr. JuLíusar Sigurjónssonar um
rannsókn á margs konar matvælum, sem tekin voru til
rannsóknar. Einkum reyndist mjöl ekki fullnægja settum
reglum og fundust í því skemmdir af völdum skordýra.
I mjólk var talinn gerlafjöidinn, prófuð fita (meðaltal
3,52% í 103 skipti), athuguð deili til júgurbólgu o. fl.
Annars er skýrslan um kaffi og kaffibæti, kjöt, þurrkaða
ávexti o. m. fl. Héraðslæknirinn í Reykjavík gerði athuga-
æmdir við 17 mjólkurbúðir af 23 í Reykjavík og 2 þeirra
dæmdar ónothæfar. Skoðaðar 27 kjötbúðir, eru 4 þeirra
taldar athugaverðar.
Hnsakynni og þrifnaður.
Þetta er dapurlegur kapítuli í Heilbrigðisskýrslunum.
Landlæknir kemst svo að orði: ,,Flestum læknum þykir
seint miða i þrifnaðarátt og nefna einkum til salernis-
leysi á mörgum heimilum í sveitum og lúsina, sem enn
er alls ráðandi“. Því miður tekur landlæknir lítt undir
það, að heilbrigðisstjórnin hafi forgöngu um lúsahreinsun,
en telur að hér sé um almennt menningarmál að ræða.
228
Heilbriul líf