Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 117
Landlæknir tekur m. a. svo til orða: „Þjóð, sem er á því
menningarstigi. að hún umber lús og kann ekki eða hirðir
ekki um að þrífa sig — hvert heimili og að kalla hver
einstaklingur — hlýtur að verða lúsug og á skilið að vera
það.“ Tarna var beizkur sannleikur.
Flestir héraðslæknar segja mjög bágar fréttir um hrein-
lætið. Úr Borgarfirði: „Illa gengur að útrýma lúsinni.
Þeir, sem eru orðnir henni vanir, eru undarlega sinnu-
lausir um að losna við hana, þó að meðulum og ráðlegging-
um sé troðið upp á þá“. — Bíldudalshér.: „Alltaf ber
talsvert á lús og fló. Salerni eru ennþá víða ófullkomin
eða vantar.“ Flateyrarhér.: „Flestir þrífa lóðir sínar illa
eða ekki.“ Ótrúlegur fjöldi af rottum flæðir yfir kaup-
túnið. Iíeykjarfjarðarhér.sérstök salerni eru óvíða
og eru álitin munaður, þegar f.jósið er við höndina.“ Ólafs-
fjarðarhér.: „Fjóshaugar halda sínu gamla sæti á vetrum
þrátt fyrir boð og bann. Frámunalegur sóðaskapur á sér
stað á fiskplönum og bryggju“. Norðfjarðarlæknirinn
kvartar undan, að barnakennarar leggi ekki áherzlu á
hreinlæti barnanna: „Börnunum er ekki haldið til handa-
þvottar, auk heldur að nefnt sé við þau að skafa undan
nöglum“. Einstöku héraðslæknar telja þó frekar horfa
í bataátt um þrifnað og húsakynni, t. d. í Ólafsvíkur-
Sauðárkróks- Höfðahverfis- og Keflavíkurhéruðum.
Fatnaður og matargerð.
Læknirinn í Ögurhéraði gerir mjög eftirtektarverða
athugasemd um grænkál, sem þrífst öðrum grænmetisteg-
undum betur hér á landi og stendur óskemmt í görðum
fram á hátíðir. „Skarfakálið stenzt engan samburð við
grænkálið, hvorki hvað ræktun snertir eða notagildi.“
Úr tveim öðrum sveitahéruðum segir: — Hróarstunguhér.:
„Hveiti- og sykurnotkun virðist ekki minnka mikið. Taka
margir allan sinn vöruskammt í hveiti“. Hornafjarðar-
Heilbrif/t lif
229